Anti - gúrkutíð og skeggið kvatt.
Hvað kallar maður það þegar nóg er að gera í fréttum? Sem sagt hið andstæða við gúrkutíð. Ég býst við að það sé svoleiðis tíð núna. Skotárás í USA, Reykjavík brennur og í dag var skeggið kvatt. Myndir af því síðastnefnda eru komnar inn á myndasíðuna.
Það er merkilegt hvað maður á erfitt með að átta sig á fréttum eins og þeim sem komu af skotárásinni í USA. Hvað þarf að gerast til þess að einstaklingur ákveði einn góðan veðurdag að fara með byssur í skólann og drepa flesta þá sem verða á vegi hans? Snert af geðveiki? Margra ára einelti? Eða er það einfaldlega e-ð í þessu geðbilaða samfélagi bandaríkjamanna sem ýtir undir svona atburði?
Ég á erfitt með að ímynda mér að e-r myndi gera þetta hér á landi. Kannski gæti e-ð þessu svipað gerst í náinni framtíð, en þar sem að byssueign er ekki meiri en raun ber vitni þá efast ég um það.
Alveg er týpískt að öryggisgæsla verði hert til muna í öllum háskólum í USA hér eftir. Eins og það sé e-r lausn. Sjá þeir ekki að vandamálið er ekki falið í meiri byssum eða löggum. Færri byssur og norrænar uppeldisstefnur held ég að sé málið.
Ekki eru skárri fréttirnar að einhver sögufrægustu hús Reykjavíkur hafi brunnið til kaldra kola í dag. Ég veit ekki hvort að uppruni eldsins sé fundin en ég vona bara að ekki hafi verið um tryggingartengda íkveikju að ræða. Enn fremur vona ég að húsin verða endurbyggð í upprunarlegri mynd. Vilhjálmur djöfull (augabrýrnar) var virkur við slökkviðliðsstörfin og sagði að vilji væri fyrir því. Hér er um að ræða hús sem eru hátt í 200 ára gömul. Nú er um að gera fyrir borgarstjórn að vinna hratt og örugglega við að koma öllu í fyrra horf.
Aðalfrétt síðustu daga hlýtur þó að vera að ég rakaði af mér skeggið. Ég er ekki frá því að maður sé bara DEAD sexy með mottuna. Konan var þó ekki sammála og maður beygði sig auðvitað undir það. (whoopha)
6 Comments:
Skúli segir að þu sért eins og Edward James Olmos með svona skjégg. Er þetta samt grín? Varstu með skegg? Æji ég veit hreinlega ekki hver er að grínast í mér lengur. Er bruninn kannski bara extreme Truman show fyrir Reykvíkinga? Það gerist aldrei neitt hérna. Síðan kemur síðasti vetrardagur og hvað. Miðbærinn kominn í sand og ösku og öskur og síðan er búið að loka á Njálsgötunni v. vatnsleka.
Rosalega var þtta langt komment,
en ég bið að heilsa í kotið!
Hér sérðu skeggið í heild sinni:
http://picasaweb.google.com/bolafurster
En það kæmi mér ekki á óvart ef þetta væri eitt stórt Truman show. Alveg magnað kvöld!
Þetta er nátturulega bara glæsilegt!
Legg til að við söfnum allir yfirskeggi.
kveðja
Garðar
Ef eitthvað er að marka Wikipedia greinina um piltinn sem sallaði niður samnemendur sína í Virginíu var hann tryllingslega feiminn og inn í sig.
Þarf ekki að fara að gera átak í að hjálpa krökkum sem eru svona félagslega einangruð og full af heift í stað þess að að standa í vopnaleit í skólum og herða reglur?
Flott motta btw!
KT
Takk fyrir það báðir : )
Ég verð að viðurkenna að ég er sammála konunni þinni!:)
Skrifa ummæli
<< Home