þriðjudagur, apríl 10, 2007

Man Utd 7 - 1 Roma

Glory glory Man Utd.

Þvílíkur leikur í kvöld. Þetta var hætt að vera fyndið þegar staðan var 4 - 0. Rómverjar voru einfaldlega ekki á staðnum. Löngu búnir að gefast upp og eftirleikurinn var auðveldur. En það er komin upp ákveðin staða í fótboltanum í dag sem er að það stefnir í ROSALEGT einvígi á milli Man utd. og Chelsea. Skoðum þetta nánar.

Meistaradeildin:

Ef Man U klárar Bayern eða Milan og Chelsea klára Liverpool þá mætast þau í úrslitum Meistaradeildarinnar 23. maí í Aþenu.

Enska deildin:

Eins og staðan er í dag eiga þessi lið eftir að spila 6 leiki
hvort og aðeins munar þremur stigum á þeim. Í næstsíðustu umferðinni vill svo skemmtilega til að þessi lið mætast á heimavelli Chelsea. Sá leikur fer fram 9. maí.

Enski bikarinn:

Um næstu helgi fara fram undanúrslitaleikir í enska bikarnum. Þá mætir Man U botnliði Watford og Chelsea mætir Blackburn. Ef við gefum okkur það bæði Man U og Chelsea klári þessa leiki þá mætast þau í úrslitaleik bikarsins. Sá leikur fer fram þann 19. maí á nýopnuðum Wembley.


Sem sagt mögulega gæti þetta litið svona út

Man U - Chelsea
9. maí
19. maí
23. maí

Það verður gaman að sjá hvernig þetta fer allt saman en ég verð að viðurkenna að ég er nokkuð svartsýnn á að Man U nái að klára Milan eða Bayern. Bæði þessi lið eru svona týpísk lið sem slá Man Utd. út.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home