þriðjudagur, apríl 24, 2007

Klukkutími í leik og Árni Johnsen.

Nú er klukkutími í leik Man Utd. og Milan í undanúrslitum meistaradeildarinnar. Ég verð að vera mjög svartsýnn þar sem að það vantar 7 fastamenn í liðið og þar á meðal alla vörnina. Milan er líka þannig lið sem er á miklu runni heima fyrir og er með heimsklassa leikmenn í hverri stöðu. Ég býst við að þessi leikur fari:

Man Utd. 0 - O Milan.

Ég var að hlusta á kappræður Árna Johnsen og Bjarna Harðarsonar á litlu kaffistofunni í útvarpinu á leiðinni heim úr vinnunni. Þegar umræðan barst að flugvellinum þá keyrði ég næstum því út af. Það sem þeir sögðu var þetta:

- Árni skildi ekki af hverju reykvíkingar vildu losna! við flugvöllinn. Hann skapaði jú svo mikla þjónustu og störf að þetta væri alveg fáránlegt. Ef það ætti að flytja flugvöllinn þá mætti alveg eins flytja Háskóla Íslands út á land.
(Losna við og að flytja til flugvöllinn er ekki það sama)

- Árni skildi ekki hvernig fólk fengi það út að flugvallasvæðið væri svona verðmætt. Er það e-ð verðmætara en annað landsvæði á landinu?
(Hvernig á að svara svona rugli)

- Árni sagði að flugvöllurinn væri eign þjóðarinnar en ekki reykvíkinga. Það væri ekki reykvíkinga að losna við hann.
(enn og aftur flytja, ekki losna við)

- Bjarni var viss um að flestir vildu hafa flugvöllinn á sama stað og einungis væri um háværan hóp fárra einstaklinga að ræða.
(Það getur vel verið rétt, en það þarf að skoða aðra möguleika út í ystu æsar)

- Bjarna fannst þeir sem vilja flytja flugvöllinn vera gráðugir og hluti af græðgismenningu. Fólk sem vildi ryðja flugvellinum burt og byggja blokkir. Sennilega yrði næsta skref þeirra að malbika yfir Hljómskálagarðinn!!

Þetta finnst mér mjög skrýtin umræða sem þarna fór fram. Furðuleg rök sem þeirra koma með og mjög skrýtnar alhæfingar um þá sem vilja kanna möguleika á að flytja flugvöllinn.

Getur verið að þessir menn séu utan af landi og sjónarmið þeirra endurspegli sjónarmið landsbyggðarinnar. Bara helvítis græðgi í reykvíkingum og almennt tillitsleysi í garð dreifaranna. Ég bara veit það ekki.

Annars er ég rosalega ástfanginn í dag. Vala ég elska þig. Og líka Matthildi.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

og ég elska þig dúldið en man utd meira en allt í heimi! (sorry Sara)

kveðja

Garðar

es. burt með flugvöllinn, annað er bara rugl

10:49 e.h.  
Blogger Óli said...

Uss Garðar.

1:37 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home