Draumalandið
Þessi helgi hefur verið hin rólegasta. Það markverðasta sem ég gerði var að fara á leikritið Draumalandið á laugardaginn með Baldri. Ég ætlaði nú að fara með minni heittelskuðu, en við fengum ekki pössun. Ég og Baldur skelltum okkur því saman en ekki fyrr en við vorum búnir að hlaupa um hálfan Hafnarfjörðinn að leita að Hafnarfjarðarleikhúsinu. Við mættum þar af leiðandi of seint og gengum inn í dimman salinn illa lyktandi og kófsveittir.
Við Baldur höfum þekkst síðan við vorum 8 ára gamlir. Ég held að það sé óhætt að segja að við höfum verið svona bestu vinir í æsku. En út af einhverri ástæðu þá eru ár og öld síðan við gerðum e-ð bara tveir saman.
Leikritið var ágætt, svolítið "in your face" en fékk mann alveg til að pæla. Sérstaklega þá um áróðurinn frá ríkinu um nauðsyn þess að virkja sem mest.
Ég er nú ekki svo frægur að hafa lesið bókina en Baldur kippti því í liðinn og lánaði mér bókina eftir leikritið.
Það var vel við hæfi að við hliðina á leikhúsinu var verið að kjósa um stækkun álversins. Eins og flestir vita sennilega var sú tillaga felld með litlum mun. Kannski ágætt, allavega fannst mér teikningin sem var sett í blöðin af stækkuðu álveri frekar óspennandi. Og örugglega ekki spennandi fyrir hafnfirðinga eða aðra íslendinga að hafa svona ferlíki í alfaraleið.
Á föstudaginn hafði ég svo ekkert að gera og hvað gerir maður þá? Maður hangir á netinu og skoðar alls konar fróðleik. Ég fann síðu sem heitir www.quicksilverscreen.com, sem er svona síða með þáttum, myndum og yfir 500 fræðslumyndum.
Ein af þessum fræðslumyndum eða fræðsluþáttum, er frá sjónvarpsstöðinni ABC í USA og fjallar um Alsælu. Myndin heitir Peter Jennings - Ecstasy rising og er hægt að kíkja á þáttinn með því að copy - paste slóðina hér að neðan:
http://video.google.com/videoplay?docid=-1564288654365150131&q=ecstasy&hl=en
Þetta er ekki nema 43 mínútur og er að mínu mati alveg helvíti fróðlegt. Góður punktur þegar löggan segir "This is the only drug that the people say improves their lives, i have never heard anybody say that about cocain or crack." Magnað stuff, endilega tjékkið á þessu.
Er ég e-ð skrýtin að finnast ánægjulegt að Take that hafi komið með come bakk? Mér fannst alltaf svo illa vegið að Gary Barlow og hinum strákunum. Svo er Robbie svo mikið fífl, held ég! "Just have a little patiance...la la la".
2 Comments:
Einhver helvítis kommúnista áróður!
Sæll félagi Garðar.
Lifi ávarpið og bræðralagið.
Skrifa ummæli
<< Home