þriðjudagur, apríl 10, 2007

Ég Hata...

...blogger, þar sem að síðan mín er í algjöru fokki og textinn byrjar lengst niðri.
...picassaweb, þar sem að ég get ekki lengur sett inn fleiri myndir. Kemur bara Error code:1 something unexpected happened.
...bara þetta tvennt.

Fór bara óstjórnlega í taugarnar á mér. Sérstaklega þar sem ég ætlaði að setja inn glænýjar myndir úr þrítugsafmælinu hans Kidda. Sem var alveg frábært og meira að segja hálfgert re-union í leiðinni. Maður var að hitta svo marga eftir langan tíma. T.d. Hauk, Ingó, Hrólf, Stebba, afmælisbarnið og konu hans að sjálfsögðu, Ástu og Jakup, Lalla og Helgu og svo síðast en ekki síst hr. kvenfyrirlitning með slettu af heimsspekilegum vitfirrtum pælingum - Dennis.

Takk fyrir kvöldið öll, ég vona að ég geti komið þessum helvítis myndum inn sem fyrst.

5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Takk fyrir síðast, hlakka til að sjá myndir, við vorum alls ekki nógu dugleg með myndavélina!

Síðan þín lítur annars eðlilega út héðan frá séð, spurning hvort það sé tölvan þín sem er að stríða þér?

9:57 f.h.  
Blogger Ásta said...

Takk sömuleiðis! Þetta var frábært!:)

2:47 e.h.  
Blogger Óli said...

Guðrún: Já ég skal reyna að koma þessum myndum inn. En tölvan hlýtur að vera að stríða mér.

Ásta: Sammála : )

12:15 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Takk sömuleiðis! Þetta var frábært í alla staði þó ég segi sjálfur frá.

Og takk fyrrir The Glenlivet flöskuna. Ég er búinn að smakka á henni og hún er alveg prýðileg.

Dennis var æði, vonandi kemur hann fljótt (lesist aldrei) aftur í partý til mín.

KT

7:20 e.h.  
Blogger Óli said...

Það var lítið, njóttu vel að drekka sullið. En Dennis var mjög kurteis og greinilega af góðu geni kominn.

4:15 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home