John Frusciante
John Frusciante er gítarleikar Red hot chili peppers og gítarséní. Ég las um árið ævisögu þeirrar hljómsveitar og hef verið ötull aðdáandi þeirra síðan (og löngu áður auðvitað). Það sem mér hefur alltaf fundist áhugaverðast við þá er upprisa þeirra allra eftir mörg ár í sjúklegri dópneyslu og hvernig þeir leystu sig út þessari sálarkreppu sem þeir lentu í.
Hljómsveitin var stofnuð snemma á áttunda áratug síðustu aldar. Þeir Flea og Anthony Kiedis hafa verið í sveitinni frá upphafi en að öðru leyti hafa verið mannabreytingar. Gamli gítarleikarinn þeirra, hann Hillal Slovak, lést eftir að hafa tekið inn of stóran skammt af heróíni. Og þá tók John Frusciante, undrabarn á gítar og aðdáandi sveitarinnar, við á gítarnum. Að auki tók Chad Smith, a.k.a. Will Ferrell við trommunum af Jack Irons sem hætti. Drengirnir náðu svona helvíti vel saman og með Rick Rubin á tökkunum gerðu þeir hina frábæru plötu Blood Sugar Sex Magic. Sú plata gerði þá að stórstjörnum og þá fóru brestir að birtast í samstarfinu. Sérstaklega áttu þeir Kiedis og Frusciante erfitt með að þola hvorn annann. Í myndbandinu hér að neðan má sjá pirringinn á milli þeirra þegar þeir taka Under the Bridge í einhverjum sjónvarpsþætti.
Svo fór að Frusciante hætti í sveitinni á miðju tónleikaferðalagi árið 1992. Eftir að hafa tekið inn nokkra gítarleikara í neyð, þá réðu þeir félagar Dave Navarro í sveitina. Á meðan hljómsveitin ældi út úr sér hinni ekki svo góðu One hot minute var Frusciante að sökkva dýpra og dýpra í heróínneyslu og þess háttar gamansemi. Árið 1994 tók hollensk sjónvarpsstöð viðtal við hann sem sýnir hvað hann var langt leiddur. Þið getið séð hluta af því hér að neðan:
Þið ættuð að geta séð allt 30 mín viðtalið inn á video.google.com. En sem betur fer var hann ekki alveg glataður. Hann hélt áfram að búa til tónlist. Tónlist sem er með því súrasta sem til er. Reyndar má geta þess að sukkið fór svo illa með hann að eftir að hann varð edrú þurfti hann að fara í lýtaraðgerð á nefinu, lét setja í sig nýjar tennur og er með varanleg ör á handleggjunum.
Hann náði að tóra í gegnum þetta og gekk að lokum aftur í sveitina þegar þeir gáfust upp á plastdúkkunni honum Navarro. Þetta hefur verið í byrjun árs 1998 og stuttu seinna komu þeir með meistarastykkið Californication. Hér að neðan má sjá frábært myndband þegar hetjan okkar er allsgáður og í góðum fílíng á tónleikum að taka lagið How deep is your love eftir Bee Gee´s.
Aahhh hvað þetta er flott.
Í dag eru Red hot Chili Peppers sennilega ein af stærstu hljómsveitum í bransanum. Þeir hafa gefið út tvær frábærar plötur eftir Californication og virðast allir hafa komið mjög vel út úr dópinu, kynlífinu og rokkinu. Hér má sjá þá taka á móti verðlaunum á síðustu Grammy verðlaunahátið. Sjáið hvað okkar maður er mikil dúlla.
Dúlla ársins?
3 Comments:
mjög skemmtilegt og áhugavert blogg:)
ROCK ON UNITED, verðum við ekki bara með 3 í ár??!!
Kveðja Ösp
Takk fyrir það. 3 í ár? Ég þori ekki að hugsa svona langt. Vonum það bara. Rock on.
Þvílíkt flott blogg
Skrifa ummæli
<< Home