mánudagur, apríl 16, 2007

Helgin og helvítis Kr-ingar



Um síðustu helgi var mikið um að vera og mikil gleði. Ég er búinn að taka vel á því í ræktinni og fór svo í ljós alla vikudagana fram að föstudegi.

Á föstudaginn fórum við Valgerður í surprise afmælismat fyrir Baldur Bjarnason. Ákveðið var að hittast á Tapas barnum og Sigga plataði Baldur algjörlega grunlausan á staðinn þar sem við biðum öll eftir afmælisdrengnum. Maturinn var ágætur, svolítið spes, fólk var mishrifið en ég var sáttur. Til hamingju elsku vinur með 30 árin og til hamingju með lífið, giftinguna og óléttuna.

Á laugardaginn var svo árshátíð í vinnunni. Byrjað var á því að hittast í fyrir-á-partý þar sem ég var neyddur til að innbyrða tabasco-vodka skot. Helvíti á tóman maga en líka svona helvíti hressandi. Eftir upphitun í drykkju og skemmtisögum var haldið á staðinn, Kornið í borgartúni. Pleisið var frekar lítið en þeim mun meiri stemmning. Dj Danni Delux sá um að þeyta skífum eða reyndar var hann með tölvu...og gat þeytt skífum ef hann vildi skratsa lögin. Sem hann gerði aldrei. Eftir að fólk var búið að borða óætasökumsterkleika matinn frá Shalim al var ýmist dansað eða staðið í biðröð til að komast í eina klósettið á staðnum. Skemmtilegt eftir svona mat! Endaði svo í bænum á Barnum með fríðu föruneyti. Man að ég talaði við Örn á leiðinni heim en veit ekki meir.

Fann lagið áðan sem kom mér alltaf í stuð þegar ég var 9 ára með gítareyrnalokk og svitabönd.
Say say say með Paul McCartney og Michael Jacksson.
Flottast í heimi þegar Jacko kemur inn í lagið og sérstaklega þegar hann segir "What can i do, to get through to you, Because i love you...baby...baby!"
Komið ykkur í stuð og tjékkið á þessu á www.radioblogclub.com

Að lokum vil ég óska Kr-ingum nær og fjær til hamingju með titilinn í körfunni. Þetta er víst orðið hverfiliðið mitt og þeir stóðu sig nú helvíti vel. En áfram FRAM. Always.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Þú tekur þig vel út þarna á myndinni.
Þú hefur nú samt fara aðeins overboard í ljósatímunum, easy on the brúnka!

KT

4:07 e.h.  
Blogger Óli said...

Nei nei hvaða vitleysa.

10:25 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home