Ef þú giftist, ef þú bara giftist mér
Var að koma úr einu fallegasta brúðkaupi sem ég hef farið í. Jóhanna Völusystir og Gústi ákváðu fyrir nokkrum dögum að gifta sig í dag. Athöfnin fór fram í Dómkirkjunni og var svona skemmtilega óhefðbundið. Ekkert orgel eða hrísgrjón, heldur frábær fiðluleikari, fáir gestir og Kalli prestur sem er eilífðarhress. Glæsilegt brúðkaup. Til hamingju Jóhanna og Gústi.
Fleiri góðar fréttir. Matthildur er bráðum á heimleið. Allavega að mati læknanna sem segja tvær til þrjár vikur. Hún er náttúrulega orðin 2300 grömm og liggur bara í vöggunni sinni. Ég er svo á leiðinni í fæðingarorlof eftir viku, get ekki beðið. Stundum er þetta allt saman a little bit too much. Þess vegna verður kærkomið að fara í frí. En í aðra sálma, ég hef mikið verið að hugsa um Sigurrós að undanförnu. Ég er mikill aðdáandi Ágætis byrjunar (döö kemur kannski ekki á óvart). Ég hef ekki hlustað mikið á Takk en mér finnst eins og þeir hafi tapað e-u. Það er lag í spilun núna sem er líklega Glósóli og mér finnst það hljóma eins og Todmobile á sterum spilaðir afturábak! Eintómur falsettusöngur og allt blandast saman í drullumall. Það eru sennilega margir ósammála þessu og hafa stúderað Takk í ræmur. Ég ætti kannski að hlusta meira á hana áður en ég fer að koma með e-a sleggjudóma. Málið er bara að mér fannst ( ) alls ekki nógu og góð, allavega ekki miðað við dómana sem þessi plata fékk. Fyrir mér er Takk þá líklega svona kveikja/slökkva plata. Annars hef ég alls ekki verið nógu og duglegur að tileinka mér nýja tónlist að undanförnu. Er ennþá að dásama Sufjan og Anthony. Get samt ekki annað en notað tækifærið og drullað yfir þennan viðbjóð sem er James Blunt eða hvað hann heitir með þetta Beautiful and-lag. Mig langar obboslega mikið í nýju Hot hot heat plötuna og mig langar á tónleika með U2, Coldplay, Red hot chili peppers og Damien Rice. Sérstaklega þar sem ég hef aldrei séð neitt af þessu.
Itte Rasshai.
2 Comments:
Já ég kíki á Deerhoof og hún Matthildur bíður eftir að sjá allt frændfólkið sitt í Hollandi.
Kiddi, já þetta er ágætis texti en hérna er annar sem er góður
I ate some pie
She said goodbye
i tried to cry
i wonder why, the birds keep fly (ing)
Og Sigurrós, sammála með allt.
vá hvað ég gæti ekki verið meira ósammála ykkur bræðrum.
þessi plata er algjör snilld og óli, ég mæli með að þú gefir henni séns.
og þeir fara ekki bara inn í stúdíó og taka e-ð upp, það heyrist alveg greinilega.
þetta eru listamenn. hallelúja.
Skrifa ummæli
<< Home