Heimferð
Jæja það hefur margt drifið mína daga upp á síðkastið. Ég keypti mér svona farartæki til að komast á milli í vetur. Ætlaði að kaupa mér hjól, en mér fannst þetta segja sex. Ég lét verða af því og keypti mér Popppunktsspilið (pælið í péunum). Nú verða háðar spilabaráttur í vetur við hvern þann sem þorir. Ég er núna búinn að vera í fríi í næstum því viku og er næstum því þreyttari en ég var þegar ég var að vinna. Eina sem ég geri alla daga er að stara á undrið sem er hún dóttir mín og ráða Su Duko talnagátur. En núna er alveg að fara að líða að því að the most beautiful girl in the world komi heim. Mikið panic og stress sem fer í að undirbúa allt og gera tilbúið. Rambaði í kvennagöngu í gær, helvíti fínt en andskoti kalt. Fékk smá bjánahroll þegar allir settu hendurnar upp í loft, ráku tunguna út og fóru að hljóma eins og afrískar nektardansmeyjar. Allt voða spes. En það skemmtilegasta sem gerðist í dag var að tvö snillingabörn fóru heim til sín af spítalanum. Til hamingju Friðrik og Orri. Reyndar fer Orri ekki fyrr en á morgun en Friðrik fór heim í dag eftir fjagra mánaða dvöl á spítalanum. Það var því smá misty moment þegar Gréta, móðir hans, gekk með hann út og allt starfsfólkið stóð og kvaddi. Til hamingju enn og aftur. Vonandi rennur þessi dagur upp fyrir okkur áður en langt um líður.
Smell you later.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home