fimmtudagur, október 13, 2005

Pelabarn

Jæja, enn einn sigurinn kominn í hús hjá okkur. Litla drottningin drakk sinn fyrsta pela í dag og þambaði heila 54 ml, sem er matarskammturinn hennar á þriggja tíma fresti. Þrefalt húllahopp og hálfur snákur fyrir Möttu. Nú er ég búinn að kaupa mér árskort í líkamsrækt, finally getur maður farið aðeins að hreyfa sig. Planið var að skoða tilboð og velja svo út frá gæðum og verði. Laugar voru að bjóða upp á 4200 á mánuði en I.s.f. (sporthúsið) voru með þetta á 2990. Ég hallaðist nú frekar að Laugum, þar sem maður var nú þar alltaf áður og svo er sundið náttúrulega við hliðin á. Við römbuðum niður í Laugar og ég var nokkuð ákveðinn í að ganga bara frá dæminu. Ég talaði við afgreiðslukonuna og tók pennann á loft til að skrifa undir, en vildi vera viss um að það væri örugglega gufa í klefanum. Þar af leiðandi spurði ég hvort að ég mætti ekki kíkja á aðstöðuna áður en við gengum frá þessu. Þá kom þessi herpti kúkasvipur á þessa mjög svo ljóshærðu konu. "Emm ....ég veit það ekki sko....af hverju?". Ég sagði henni hvers vegna og þá sagði hún mjög svo spaklega " Nei ég held að það sé ekki gufa...eða...ég veit það ekki..." Humm hugsaði ég og var farinn að efast um þetta allt saman og Vala stakk þá upp á því að við myndum aðeins bíða með þetta. Þessi frábæra stúlka stóða bara eins og þvara og horfði á okkur labba út án þess að segja orð. Spá í þjónustulund, já best að láta tvo verðandi kúnna labba út vegna þess að þú ert of löt til að hleypa þeim inn og skoða stöðina. En kannski er þetta bara fyrir bestu, ég man núna hvað starfsfólkið í afgreiðslunni var alltaf sjúklega leiðinlegt. Ég og Örn lentum í ýmsum hremmingum þau ár sem við vorum þarna. En þar af leiðandi er ég núna stoltur eigandi árskorts í I.S.F. Við fórum og kíktum á þrekhúsið, sem virðist bara vera fín stöð og maður getur bara ekki beðið eftir því að fara aðeins að hreyfa sig. Svo getur maður auðvitað valið á milli allra þessara stöðva.
Ég er búinn að vera að spá í því í allann dag hvað varð af gaurnum sem lék í Robocop, hann var flottur. Ætli hann hafi bara hætt að leika eftir seríurnar eða...?

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

What a wonderful idea, tell me more.

En Kiddi, við Örn vorum aðallega í Fellsmúlanum. Fór einstaka sinnum í Laugar og mundi hreinlega ekki eftir statusnum á gufunni. Þessi manneskja slökkti bara á mér. Ég skila kveðju og endilega komdu að mynda meira. Bara eins og þú vilt.

Óli

10:49 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

hallo Oli...leidindalyklabord herna...
vildi bara segja hae og til lukku med hana Matthildi blomaros, hafdu thad gott og bid ad heilsa ollum i austo. og get ekki verid
meira sammala ther med hann james blunt, hann er i stanslausri spilun her i skotalandi helvitid.
bless kex

9:46 e.h.  
Blogger yanmaneee said...

kd shoes
longchamp handbags
canada goose
kyrie irving shoes
pandora jewelry
kyrie shoes
yeezys
yeezy 350 v2
yeezy shoes
kobe shoes

9:32 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home