það líða dagar, það líða ár
Vá hvað tíminn líður hratt en hægt. Ég blikka augunum á mánudegi og þá er allt í einu komið laugardagskvöld. Ég hef alveg dottið út úr öllu, vinnan og Maó hafa tekið hug minn allann. Síðan hefur maður náttúrulega ekkert verið með netið. Það kemur gaur frá Tal vonandi sem fyrst (þá meina ég fyrir jól) og tengir netið. Þá hendi ég inn nýjum myndum af drottningunni. Það er allt frábært að frétta af henni, hún er komin í vöggu og hætt að nota hitakassann! Orðin rúm 2 kíló og bara í almennt góðum gír. Af mér er svo sem ekkert að frétta. Bara orðinn gamall og þreyttur. Fór á 40 year old virgin um daginn. Fannst hún nokkuð góð, þó að þessi mynd sé að mínu mati í smá tilvistarkreppu. Hún er mjög fyndin sem gamanmynd en það vantar e-ð mikið upp á þegar rómantíski hlutinn tekur við. En hvað um það. Ég var að hugsa um daginn hvað þetta er búið að vera skrýtið ár! Rollercosterride, svo ekki sé meira sagt. Þegar ég mun líta tilbaka, þá mun þettá ár standa upp úr. Jebus krebus. Það er svo margt búið að gerast, meira að segja fyrir utan fæðinguna. Ég vona bara að árið endi allt á góðu nótunum sem það reyndar stefnir í. Ég var alveg búinn að ákveða að vera ekkert að taka þátt í þessu klukk drasli en what the hell hvað hefur maður svo sem betra að gera á laugardagskvöldi. Here it goes og ég klukka þá sem ekki hafa verið klukkaðir...svona til að allir fái að vera með.
- Ég hef alltaf verið að frekar stríðin. Og mér finnst eiginlega fátt skemmtilegra en að hrekkja fólk. Ég þori eiginlega ekki að segja frá mínu versta prakkarastriki, samverkamenn mínir í "glæpnum" myndu seint fyrirgefa það. En það tengist bíl í holtunum í kringum 1991! (Garðar, Siggi og Baldur!! Do you remember?) En þegar ég var 8 ára þá sat ég í skólanum og yddaði blýant í 10 mínútur einungis til að geta stungið Garðar eins fast og ég gat í rassinn með honum. Hann hljóp á út á sokkunum um miðjan vetur og hefur held ég ekki enn fyrirgefið mér þetta, ha Garðar? Ég og Volli vorum svaðalegir á gelgjunni og stunduðum það í leikfimi, að skvetta sápu í augun á Tobba í sturtunni, og míga síðan á hann. Yebb those were the days.
- Eftir að dúllan mín hún Matthildur fæddist hef ég mikið verið að velta mikið fyrir mér framtíðinni. Ég byrjaði í þessu leikskólakennaranámi af miklum áhuga en núna eru aðstæður breyttar. Ég er núna að hugsa um að skipta kannski um starfsvettvang. Ég er aðeins að hugsa til iðnnáms svona til að geta boðið drottningunni betra líf. En hvað veit maður svo sem, ætli maður klári þetta nám ekki víst að ég byrjaði á þessu, en síðan byrjar maður kannski að múra eða pípuleggja eða leggja rafmagn. Who knows.
- Ég get ómögulega sagt ósatt. Það er það versta sem ég geri, ég fæ samviskubit og líður illa meira að segja þótt að ég hafi sagt bara smá lygi. Vala segir að þegar ég reyni að plata hana e-ð þá byrjar neðri vörin á mér alltaf að hristast. Nice one.
- Ég hef algjöra óbeit á rottum og mýs og eiginlega flestum nagdýrum. Strútar finnst mér viðbjóðslegir og hænur eru án efa mín versta martröð. Að vera læstur inn í búri með fullt af hænum er bara ólýsanleg mannvonska, hausinn á þeim alltaf stingandi fram og klærnar einhvernveginn creepy. Ég fæ hroll að skrifa um þetta.
- Ég er versti námsmaður í heimi. Ég get alveg lært en ég er alveg húðlatur. Hefði pabbi ekki dregið mig í gegnum menntaskóla þá hefði ég aldrei klárað. Takk pabbi.
Itte Rasshai.
5 Comments:
Frábært að heyra aðeins af ykkur. Verð að fara að kikja við og ljósmynda ;)
All my best,
Kristinn
Sammála brósa! Gaman að heyra fréttir:) Tíminn flýgur og litla prinsessan stækkar eins og hún fái borgað fyrir það. Hlakka mikið til að sjá hana við tækifæri!
Kveðja, Ásta
òli ég lít thig allt ödrum augum eftir ad hafa lesid klukkid thitt. En gott thad gengur allt svona vel. Bestu kvedjur frá okkur í Eskilstuna - Svíthjód.
stone island outlet
yeezy
off white shoes
pandora charms
jordan shoes
kyrie 6
golden goose
yeezy boost
nike sb dunks
jordan shoes
yeezy shoes
bape clothing outlet
bapesta
kyrie 8 shoes
yeezy
Skrifa ummæli
<< Home