Sófalega
Bara rólegheit þessa dagana. Ekkert skrall á mér um helgina frekar enn fyrri daginn. Tek því bara rólega upp á spítala og sofna svo yfir sjónvarpinu. Fór í spreðiferð í Elkó í dag og keypti þurrkara, blandara, Friends dvd, hárskera og sléttujárn handa frúnni. Það er svo góð tilfinning að versla en verra að borga hana. Ég las svo scary bakþanka aftan á fréttablaðinu um daginn í sambandi við góðærið sem var í Svíþjóð fyrir 15 árum. Það var víst margt svipað og er að gerast núna hjá okkur en síðan á allt að hafa sprungið, bankarnir næstum farið á hausinn og atvinnuleysi skotist upp. Er ekki málið bara að selja íbúðina og bíða svo í nokkur á með að kaupa aftur. Eða á maður ekkert að vera að hlusta á þessa hrakaspár? Matthildur mín er alveg dúndurgóð. Hún var reyndar að hætta á öndunaraðstoðarlyfinu sínu í gær og tók þar af leiðandi svolítið af dýfum í mettun. Í dag hefur hún verið nokkuð góð og sefur værum blundi í þessu skrifuðu orðum. Jæja núna ætla ég að kyssa prinsessurnar inni á deild og fara svo heim að sófalegast.
Itte Rasshai.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home