mánudagur, desember 13, 2004

Þetta er nú búin að vera meiri helgin. Djamm báða dagana og sjónvarpsgláp þess á milli. Fór á rosalegt djamm á föstudag. Við enduðum á 22 eftir að hafa verið á Dillon og Sirkus. Allt saman endaði þetta í mikilli dramatík fyrir ónefndan vin minn, slagsmálatilraunir, sundsprettur í sjónum og bíltúr í sjúkrabíl sem endaði reyndar bara upp á löggustöð (ekki ég sko!). En það var allt í góðu og allir hressir í dag. Ég var að skríða heim í kringum 7:30. Á laugardaginn ætlaði ég ekki að komast upp úr sófanum til að opna fyrsta bjórinn, en það hafðist á endanum. Við fórum þá aftur á 22 og var mikið gaman og grín. Það er merkilegt að sjá á 22 hvernig liðið verður skrýtnara eftir því sem tíminn líður. Eftir 5 þá er skemmtun út af fyrir sig að sitja og horfa á alla furðufuglana labba inn. En það er gaman að segja frá því að eftir marga rólega mánuði í mínu lífi, virðist e-ð vera að fara að gerast í kvennamálunum. Allavega er maður farin að reyna aftur, er það ekki svoleiðis, þeir fiska sem róa. Fyrsta kvöldið í langan tíma sem ég setti mig í "viltu dansa" sporin og fékk ég út úr því eitt símanúmer og einn lítinn sætan koss. Reyndar finnst mér bara fyndið að segja frá því hvað maður gerði sig að miklu fífli. Þegar loka átti búllunni (ok ég viðurkenni það hér og nú að ég var í "skítsama fílingnum", bara jolly góður og pínu desperat) þá fannst mér +40 ára barmgóða barkonan e-ð voðalega heillandi. Fór aðeins að djóka í henni og hún tók bara vel í það, hló bara að ruglinu í manni, dæmi um vitleysuna er: "þú lítur út fyrir að þurfa á nuddi að halda, á ég ekki bara að koma heim með þér á eftir og nudda þig?" Flottur, ekki satt? Þegar var síðan verið að henda öllum út þá kom ég með alveg bestu setninguna "hvað segiru, ef ég bíð eftir þér fyrir utan, kemuru þá?" " eeee nei takk"
Óli!!! Bad. En who cares, allavega ekki mér, annars myndi ég ekki skrifa þetta hérna. Og síðan var þetta allt saman meira svona í djóki.
Ég verð að viðurkenna það að ég er alveg að missa mig í eyðslu þessa dagana. Var að kaupa mér Canon powershot a 95 digital myndavél og fæ hana á föstudag. Síðan fór ég og keypti mér jakkaföt og skó í 17 á föstudag sem kostaði 40k. Á djamminu um helgina var eytt eins og ég veit ekki hvað. Þvílíkt og annað eins. Og núna er verið að spá í heimabíókerfi og 32" philips (að sjálfsögðu) widescreen sjónvarpi. Sem kostar samtals aðeins 120k. Jesus, ég verð veikur að hugsa um þetta.

5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Flottur, líst vel á tig, alltaf gaman af smá drama og djammi! Greinilegt ad tad er nog ad gerast en tad mest spennandi sem eg gerdi tessa helgina var ad fara i IKEA :) keep it up!!
The Hawk

8:15 f.h.  
Blogger Óli said...

Við tökum nokkur góð þegar þið komið um jólin, þið komið er það ekki??

10:20 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

tví midur verd eg ad tilkynna øllum ad vid komum ekki heim um jólin :( eru ad spara. Vid familian komum bara til med ad eiga kósí jól hérna úti og á eg ekki von a tvi ad koma heim fyrr en næsta haust. En tad eru allir velkominir i heimsókn til herlev :)
The Hawk

12:09 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Það er þó alltaf hægt að hugga sig við það að við konur þurfum ekki að örvænta þótt komið sé á fimmtugsaldur! Þá verður hugsanlega ennþá reynt við mann af fullum ungum desperat drengjum -ef maður bara hangir nógu lengi í bænum! Hehe:)

Ásta

7:56 e.h.  
Blogger Óli said...

Það var leiðinlegt að heyra þetta Haukur, áramótin verða ekki eins án þín.
Ásta, er það ekki satt sem þeir segja, að konur séu eins og vín! Ég held það allavega...eldri konur vita hvað þær vilja og það fylgir þeim minna drama. Ekki satt...strákar hvað segið þið? eeeeea sumir þora kannski ekki að svara : )

2:15 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home