Jæja bara búinn í prófum og kominn í jólafrí. En leiðinlegt. Getur maður kannski loksins farið að einbeita sér að íbúðinni og að mála fyrir jólin. En ég fór að skúra í dag, eins og ég geri tvisvar í viku, í blokkinni góðu þar sem að einungis ríkt eldra fólk á heima (og reyndar Erla fyrrverandi hans Jóseps!). Það er stundum eins og maður sé með 60 yfirmenn í þessu starfi. Það hafa allir skoðun á því sem að ég er að gera. Maður reynir alltaf að vera nice og brosa sínu breiðasta, en það er eins og sumt fólk hafi ekkert betra að gera en að lítillækka "the hired help". Ef ég á einhvertímann í hættu að líta of stórt á sjálfan mig þá er gott að hafa þetta starf til að negla mig kyrfilega niður á jörðina. Mér er sérstaklega minnisstætt þegar ein kona labbaði fram hjá mér og spurði "ertu búinn að vera lengi í þessu?" "já í tæp tvö ár" "humm mjá já og hvað kemuru oft í viku?" "tvisvar, alltaf á mánudögum og fimmtudögum" síðan þegar hún snýr sér við og er að fara að labba í burtu þá læðist út úr henni "Er það nóg?" Og síðan í dag þá rakst ég á yfirmann húsfélagsins sem er reyndar nokkuð fínn kall vegna þess að hann elskar að segja frá bílnum sínum og ég hlusta alltaf af yfirgengilegum áhuga (hummmm). Hann sagði í dag " Það er nú ekki mikið ryk hérna að þrífa" Ég vissi ekki alveg hvað ég átti að segja þannig að ég reyndi að vera sprækur "maður verður bara að hafa opin augun, þá helst það þannig" þá sagði hann " þú gerir þetta bara svona af gömlum vana". Ok þetta er það sem ég þoli ekki við þessa vinnu. Ég fer alltaf að velta öllu fyrir mér, hvað liggur á bakvið.....ó nei er ég ekki að standa mig og finnst þeim ekkert vera þörf á því að ég þrífi hérna. Skrýtið hvað maður getur átt erfitt með að sleppa e-u sem komist hefur upp í vana. En ég meina þetta er líka fínn peningur fyrir litla vinnu. Síðan var ein kona alveg brjáluð vegna þess að ég kom í 15 mín á jóladag í fyrra og rétt þurrkaði af....ég meina jóladagur var á fimmtudegi. Ég vildi ekkert fara að skrópa, en ég skil svo sem alveg þeirra sjónarmið. Hún kom að mér nokkrum dögum síðar, nánast með kross í einni hendi og flösku af heilögu vatni í hinni og spurði "komst þú hérna á jóladag" "eejjejjjjá aðeins til að þurrka af" Hún horfði beint í augun á mér eins og ég hefði viðurkennt að ég væri Lúsífer og sagði " þú raskar hér ró fólks".
En ég lít bara á björtu hliðarnar og tel þetta allt saman vera skóla lífsins. Maður lærir að eiga samskipti við mismunandi fólk og að bera höfðuðið hátt í lágt settu starfi. Djöfull getur maður bullað stundum!
5 Comments:
Vá hvað ég þoli ekki svona comments í vinnunni sem maður getur ekki svarað! Líkt og þegar ég var að sendlast á Dominos í Köben á scooter og var að skreiðast upp síðustu tröppurnar upp á 6.hæð með 5 pizzur, 2 kók og hjálm, og klædd í allt of stór vinnuföt, og hver EINASTI kúnni þurfti að reyta af sér fimmaurabrandara um þessar blessuðu tröppur og hvað þetta væri gott fyrir heilsuna! Ég skildi ekki orð af því sem þau sögðu fyrr en eftir fleiri mánuði og gat þar af leiðandi ekki sagt neitt nema kinka kolli og brosa!! Láttu þetta ekki á þig fá -gamla fólkið þarf að hafa eitthvað að gera:) hehe
einmitt.. oj ég skil ekki hvað þú endist þarna.. þessar gömlu kerlingar líta nú bara á þessa blokk eins og musteri..
til hamingju med profin
L
Asta, ég man svo eftir svona aðstæðum. Maður stóð þarna með allt draslið og kúnnarnir reittu af sér brandarana. En maður skildi að sjálfsögðu ekki orð og stóð þarna og glotti eins og asni. Síðan spurðu þeir um e-ð ofureinfalt eins og hvað klukkan væri og þá komst upp um mann: "eeeehhh i dont speak danish" þá fékk maður alltaf skrýtið augnaráð.
Arna, ooohh þessar kellingar.
Laufey, takk!
"þú raskar hér ró fólks"!!!
Má ég naga af henni útlim?
Kristinn
Skrifa ummæli
<< Home