miðvikudagur, desember 01, 2004

Jæja þá er svona því mesta að ljúka í skólanum, bara eitt próf eftir. Það verður gott að geta farið að einbeita sér að jólabakstrinum. Það er gaman að sjá að Big Daddy Kane sé líka hooked á leiknum góða hér að neðan, því það þýðir að ég er ekki geðveikur og þessi leikur er góður. Ég mana alla til að prófa og krækjast.
Ég kíkti um daginn inn á www.sigur-ros.co.uk og festist í marga marga tíma. Þvílíkur fróðleikur er þarna að finna ásamt frábærum videoum og lögum, náttúrulega rosaleg hljómsveit. Og það er plata á leiðinni frá þeim sem sögð er vera aðgengilegri en sú fyrri. Skemmtileg staðreynd: Orri Dýrason trommari á dóttur sem heitir Vaka og er á Hagaborg sem ég var að vinna á, og líka á deildinni sem ég var á. Fyrsta lagið á nafnlausu plötunni heitir í raun Vaka eða untitled # 1 (a.k.a. Vaka)...skemmtilegt ekki satt. Eftir að hafa dottið meira og meira inn í þessa hljómsveit upp á síðkastið þá langar mig svvvvvoooo að sjá þá almennilega á tónleikum. Ég hef séð þá tvisvar í Danmörku en það var e-ð svo lítið og skrýtið. Ég vildi að ég gæti farið aftur í tímann og farið á tónleikana sem þeir héldu í háskólabíó hér um árið. En svona er það nú.
Spurning: Er til betra lag til að koma manni í stuð en Beat it með Michael Jackson?

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

like a virgin...
L

1:32 e.h.  
Blogger arna said...

hvernig færðu það út að untitled # 1 sé Vaka?
og ein spurning.. jólabakstrinum???? ég sé það gerast.. :)

4:38 e.h.  
Blogger Óli said...

Like a virgin...veit það ekki?

Arna ef þú ferð inn á heimasíðu sigurrós þá sérðu þetta allt, undir media. Og jólabaksturinn...ég ætla að gera sörur, súkklaðibitakökur og sörur. Ég er með allt á hreinu sjáðu til.

1:31 f.h.  
Blogger arna said...

sá það.. helvíti flott síða hjá þeim. þarna gæti maður bara eytt heilum degi hugsa ég..
og já farðu nú að taka þig á í þessum ólifnaði. líst ekkert á þessar lýsingar á ástandi þínu.. usssss....

1:55 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home