Jæja bara dottinn í veikindi og var heima úr vinnu í dag. Það var svo sem ágætt, gaf mér tíma til að taka til og byrja að mála. En ég fór í gær á allsvakalega mynd sem heitir Open Water og fjallar um par í sjávarháska. Þessi mynd fékk hárin til að rísa og mig langar ekkert að fara út í sjó á næstunni.(Ég ráðlegg þeim sem eiga eftir að sjá hana að hoppa yfir næstu málsgrein). Mér finnst alveg stórmerkilegt með svona myndir eins og þessa sem byggja á sönnum atburðum. Parið fer í utanlandsferð á sólarströnd, það fer að kafa með hóp af fólki, það gleymist og öll myndin byggist upp á þeirra samtölum í vatninu. En síðan deyja þau bæði! Þannig að í raun veit enginn hvað fór fram þeirra á milli, eftir að þau týndust, annað en að þau dóu og voru sennilega étin af hákörlum. Er ekki meira við hæfi að segja LAUSLEGA byggt á sönnum atburðum. Þetta á líka við myndina A Perfect Storm, hún var byggð á sönnum atburðum og raunverulegum karekterum, meira að segja. Öll myndin gerðist í bátnum sem þeir stunduðu veiðar á, en síðan sökk báturinn og þeir drukknuðu allir. Hello! Mér finnst þetta allavega alveg stórskrýtið. Æi þetta er bara Hollywood.
Í ljósi þess sem ég skrifaði í gær varðandi gullnar setningar á djamminu, þá varð mér hugsað áðan til einnar alveg klassískrar. Aðstæður: Danmörk, vor 1998, fyrir utan skemmtistað í köben. Viðstaddir: Kristinn, Dennis Butler, ég og stór svartur dyravörður í vondu skapi út í Dennis. Atburðarrás: Dennis var með leiðindi inn á staðnum og var hent út. Hann og dyravörðurinn ógurlegi lentu í smá ryskingum inn á staðnum, sem síðar færðust út á gangstétt. Þar komum við Kiddi að þessu öllu saman og reyndum að róa menn niður. Síðan þegar dyravörðurinn reiðist út í okkur og vill að við hypjum okkur í burtu, þá ákveð ég, á minn einstaka hátt, að bjarga coolinu fyrir hópinn og sný mér að honum og öskra "Hey!, Relax on the steroids!" Afleiðing: Frekar mikið reiður, svartur og stór dyravörður næstum því búinn að gera mig að konunni sinni. En einhvernveginn fór allt á besta veg.
5 Comments:
hey.. það er bannað að kjafta frá hvernig svona myndir enda..!! og hver er konan? ;)
Já þetta er klassík! -"easy on the steroids" ef ég man rétt og tuddinn tapaði sér :) Snillingur!
Kristinn
Drengir mínir :) ekki má nú gleyma hini ógleymanlegu setningu hans K "viltu deyja eda lifa??" :)
Hawk
Þetta var nú óþarfi Haukur! :)
Búinn að gera mitt besta til að bæla niður þessa minningu, tengja hana við hamfarir og sálarkreppu, svo kemur þú bara og æpir hana yfir interneti!!!
Kristinn
Engin kona Arna, bara fylleríis rugl.
Strákar við eigum allir okkar móment á djamminu, um að gera bara að hlæja að því. Maður verður nú að hafa húmor fyrir sjálfum sér!
Skrifa ummæli
<< Home