föstudagur, desember 03, 2004

Ég hef mikið verð að velta því fyrir mér upp á síðkastið með nammiát. Ég nebbilega hætti því helvíti um daginn og gerðist heilsufrík. Fór á hverjum morgni í sund og gufu og endaði bara svona helvíti grannur og fínn. En alltaf þegar maður verður öfgakenndur í eina áttina þá endar maður á því að verða öfgakenndur í hina áttina á móti. Svona til að jafna allt út. Þess vegna hef ég á síðustu vikum hellt mér út í þvílíkan ólifnað. Ég hætti alveg að fara í sund, byrjaði að drekka kók aftur og borða nammi. Síðan fór ég að sofa óreglulega og hef fitnað heil ósköp. Þvílíkt og annað eins. En anyways eftir að ólifnaðurinn byrjaði, þá finnst mér eins og ég sé líkamlega háður sykri. Ég borða kannski ógeðismat eins og mcdonalds í kvöldmat og kók með og síðan nammi og kók um kvöldið. Fer síðan seint að sofa og vakna í annarlegu ástandi. Ég er að tala um það að þegar ég vakna þá líður mér svo illa að ég held ég geti ímyndað mér þegar heróínistar tala um cold turkey. Það er stöðugur hrollur í manni, maður er hyper sensitiv í öllum líkamanum, og það eina sem reddar manni er að fá sér sykur í formi kóks eða nammi. Þetta er helvítis dóp þetta fæði. Nú er komuð nóg, sund á morgun og minnka nammineyslu til muna.
En ég fór áðan á ölstofuna með Unu, það er sem sagt fimmtudagskvöld. Það kom mér ekkert smá á óvart hvað það voru margir á staðnum. Það er líka alveg helvíti notaleg tilfinning að fara og fá sér bjór þegar það er vinna daginn eftir. En það sorglega við þetta var eiginlega að eina fólkið sem maður kannaðist við voru foreldrar úr Austubæjarskóla. Sem sagt I have got to get out more!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home