föstudagur, desember 03, 2004

Var að koma af fyrstu júdóæfingunni í margar margar vikur....oooo mér finnst eins og ég sé endurfæddur. Ég er samt ekki að segja að þessi æfing hafi verið eitt langt hallelújaóp, ó nei langt í frá. Maður var laminn þarna sundur og saman. En þetta kemur allt með kalda vatninu. Búnir að tveir ansi góðir Kastljós þættir í vikunni. Þessi á miðvikudaginn 1. des, með óperugrísnum honum Kristjáni og síðan á fimmtudaginn 2.des með útvarpsgoðinu Freysa/Andra. Í fyrsta lagi var ég í algjöru sjokki að sjá hann Kristján missa coolið svona rosalega í beinni útsendingu. Maður hefur alltaf litið á hann sem holdgerving hámenningar. Það var erfitt að sjá hann þarna http://servefir.ruv.is/dagskra/streaming/default.asp?channel=1&date=2004-12-03&file=4154652 blaðrandi óskiljanlegt rugl út í loftið og svívirða þáttastjórnendur. Ok þeir hefðu kannski alveg mátt chilla á spurningunum en þetta var frekar hallærislegt hjá kallinum. Í öðru lagi fannst mér mikið til hans Andra koma í viðtalinu á fimmtudaginn. Undir erfiðum spurningum stóð hann sig nokkuð vel og komst vel frá þessu. Ég get samt alveg verið sammála hinum gaurnum í sambandi við að láta ekki allt flakka í útvarpinu, en krakkar eru ekki heilalausir. Ég held að þau sjái alveg húmorinn í þessu og nái að skilja frá gríni og raunveruleikanum. Ég meina krakkar þurfa oft á e-u svona að halda til að fá útrás fyrir eigin uppsteit. Ég man þegar ég var ungur og hlustaði á Nirvana, ég fór ekki og sprautaði mig með heróíni vegna þess að Kurt Cobain gerði það. Kannski ekki gott dæmi, en þið vitið hvað ég meina.

3 Comments:

Blogger arna said...

Það eru samt til krakkar sem taka þetta bókstaflega og ég var ekki sátt við það hvað hann firrti sig allri ábyrgð. Hann hefur áhrif og ER fyrirmynd, sama hvað hann segir. Það kom upp vandamál í nokkrum skólum í vetur vegna alls konar uppátækja sem krakkar voru að apa eftir gaurunum í 70 mínútum. Þannig að þetta hefur áhrif á börn. Ókei þau fara kannski ekki og sprauta sig með heróíni eins og Kurt Cobain, en þau halda að þetta sé töff og tala eins og hann, og hann er sko viðbjóður í talsmáta. Og hann þykist vera með e-ð leikrit og að börn viti það alveg. Það eru pottþétt e-ir litlir strákar þarna úti sem vita ekki að Freysi er ekki til. Unglingarnir vita það örugglega, en hvað með hin sem eru yngri? Mér finnst ekki hægt að leyfa sér að tala svona í útvarpinu og taka svo enga ábyrgð.
Svo þegar æskulýðsfulltrúinn var að tala um þegar það var hringt í geðveikan mann og gert grín að honum, þá bara glotti Andri út í annað. Mér finnst Andri ekki vera svalur, langt frá því. Og þetta alter egó hans er svo glatað að það hálfa væri nóg, ég meina hvað er maðurinn gamall? Hann ætti kannski að þroskast aðeins.
En þetta er bara mín skoðun..

1:12 e.h.  
Blogger Óli said...

Mér finnst bara aðalatriðið í þessu máli að á Íslandi er tjáningafrelsi, sem betur fer. Mér finnst Freysi líka vera mjög fyndinn og ég er sennilega ekki sá eini. Að sjálfsögðu á hann að axla ábyrgð, annað er bara fáránlegt. En hann gerði það náttúrulega með því að mæta í þetta viðtal. Ég held bara að ef foreldrar eru hræddir um áhrif þessa þáttar þá eiga þeir að banna börnunum að hlusta á hann, fólk hefur valið að slökkva á útvarpinu. Og spáum aðeins í það, hvað er svona hræðilegt þótt að hann tali dáldið dirty. Ég meina af hverju er fólk svona hrætt við að börn tali á einn máti en ekki annan. Það er ekki eins og það sé e-ð vitsmunalegt tap í gangi vegna þess að börnin tala ekki fína íslensku. Hann er að tala nákvæmlega eins og flestir tala þarna úti.
En þetta blaðaviðtal var kannski fulllangt gengið, en þá eiga einmitt ritstjórar blaðsins að bera ábyrgð ekki hann. Einnig með þennan veika rúnkara í kópavogi sem hann "hringdi" í, ég held nú að sá veiki hafi hringt fyrst. Það var bara fyndið og það var ekkert verið að gera lítið úr neinum. Hann spurði hann bara út í málið og maðurinn svaraði.

5:50 e.h.  
Blogger arna said...

ég er sammála þessu með tjáningarfrelsið, en hversu langt má ganga í nafni tjáningarfrelsis? svo er það líka staðreynd að foreldrar hafa ekki eins mikla stjórn lengur á hvað börnin þeirra hlusta. þau eru örugglega ein heima hluta úr degi og geta þá hlustað á sorann. ekki segja mér að þú vildir að börnin þín hlustuðu á þetta? það sem mér fannst rangt var hvernig hann varpaði allri ábyrgð frá sér því þetta "er í rauninni ekki hann sem er að tala". mér fannst það bara fáránlegt. þetta er hann, sama hvað hann kallar sig..
ókei nú er ég hætt að röfla.. til hamingju með prófin :)

2:18 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home