fimmtudagur, desember 30, 2004

Vá hvað það er langt síðan ég hef skrifað...ussss. En það er nú ekki eins og maður hafi sitið auðum höndum. Búinn að mála stofuna, geymsluna og baðið. Á morgun verður síðan settur upp nýji vaskurinn inni á klósetti og borað gat úr herberginu inn í stofu, þannig að ég get hlustað á tónlistina úr tölvunni í nýja heimabíókerfinu mínu. Síðan þarf bara að gera allt ready fyrir partýið góða á gamlárskvöld. En ég átti afmæli í gær, sem var svo sem fínt, ég fékk fullt af sms-um og Una bauð mér í kjúkling. Ég er búinn að vera að reyna að setja inn myndaalbúm inn á síðuna, en þar sem ég er svo heftur þá get ég það ekki. Ég er búinn að ná í forrit sem heitir Hello og annað sem heitir Picasa, en allt kom fyrir ekki. Þannig að ef e-r þarna úti kann þetta má sá hinn sami endilega kenna mér það. Allavega gleðilega hátíð og hafið það öll mjög gott. Ég vona að ég sjái sem flesta á gamlárskvöld.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með afmælið!!!:)

Knús Ásta

11:50 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með daginn!

Til að setja inn myndir þarftu að láta einhvern "hoste-a" fyrir þig myndir, t.d. www.pbase.com og linka svo á myndirnar þar úr blogginu þínu.

Allright then, sjáumst á morgun félagi, -ég verð svo fullur "o, my god"!

Kristinn

6:47 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home