Vá hvað það er langt síðan ég hef skrifað...ussss. En það er nú ekki eins og maður hafi sitið auðum höndum. Búinn að mála stofuna, geymsluna og baðið. Á morgun verður síðan settur upp nýji vaskurinn inni á klósetti og borað gat úr herberginu inn í stofu, þannig að ég get hlustað á tónlistina úr tölvunni í nýja heimabíókerfinu mínu. Síðan þarf bara að gera allt ready fyrir partýið góða á gamlárskvöld. En ég átti afmæli í gær, sem var svo sem fínt, ég fékk fullt af sms-um og Una bauð mér í kjúkling. Ég er búinn að vera að reyna að setja inn myndaalbúm inn á síðuna, en þar sem ég er svo heftur þá get ég það ekki. Ég er búinn að ná í forrit sem heitir Hello og annað sem heitir Picasa, en allt kom fyrir ekki. Þannig að ef e-r þarna úti kann þetta má sá hinn sami endilega kenna mér það. Allavega gleðilega hátíð og hafið það öll mjög gott. Ég vona að ég sjái sem flesta á gamlárskvöld.
Bólafur Bloggar
Fjölskyldan, börnin, konan og allt þar fyrir utan.
Myndir
Frabaera folkid
Stubbarnir
Nauðsynjar
My Space
Click Here
Previous Posts
- Stórskemmtilegir hlutir að gerast á morgun, Örn og...
- Jæja bara dottinn í veikindi og var heima úr vinnu...
- Þetta er nú búin að vera meiri helgin. Djamm báða ...
- Jæja bara búinn í prófum og kominn í jólafrí. En l...
- Var að koma af fyrstu júdóæfingunni í margar marga...
- Ég hef mikið verð að velta því fyrir mér upp á síð...
- Jæja þá er svona því mesta að ljúka í skólanum, ba...
- Hot Damn, Var að ná í mynd sem heitir The Corperat...
- Var að koma af kynningu foreldra í Draumalandi. Að...
- Ég vil hvetja alla til að tjékka á tónlistar-og kv...
fimmtudagur, desember 30, 2004
2 Comments:
Til hamingju með afmælið!!!:)
Knús Ásta
Til hamingju með daginn!
Til að setja inn myndir þarftu að láta einhvern "hoste-a" fyrir þig myndir, t.d. www.pbase.com og linka svo á myndirnar þar úr blogginu þínu.
Allright then, sjáumst á morgun félagi, -ég verð svo fullur "o, my god"!
Kristinn
Skrifa ummæli
<< Home