mánudagur, september 26, 2005

Brandari

Hvað er að gerast? Veturinn kominn strax og allir með kvef. Mér líst ekkert á þetta. Búin að vera ágætishelgi eftir alveg hörmulegan föstudag. Fór til Garðars og Söru á laugardag í fínasta matarboð. Baldur, Sigga, Brandur, Haukur og Unnar voru þarna ásamt mér og Völu. Mikil umræða skapaðist eins og oft áður og fólk skiptist oftast í tvær fylkingar. Eru hermenn réttdræpir?, eiga kynferðisafbrot aldrei að fyrnast? og á að lögleiða fíkniefni? Spennandi umræður og erfitt að komast að niðurstöðu. En ég lenti svo í svaðalegum aðstæðum í vinnunni í dag. Hvert er ungdómur þessa lands að stefna, spyr ég? Þannig var mál með vexti að ég sat með nokkrum strákum í 1.bekk að borða í matsalnum. Umræðan snerist um homma, "ef tveir kallar giftast þá eru þeir hommar" og þar eftir götunum. En síðan tók einn brattur til máls og sagði brandara sem hljóðaði svona " Hver er munurinn á ísskáp og homma? Ísskápurinn prumpar ekki þegar þú tekur kjötið út" Sem betur fer voru strákarnir ekki að fatta þennann. En eins og hægt er að ímynda sér þá fékk ég vægt sjokk. "Já já vinur og hvar heyrðiru þennan, ehhhe". Best að vera viðbúinn öllu þegar að prinsessan fer í skóla. Hún er by the way orðin heil 1630 grömm og alveg þrælhress. Mamma hennar baðaði hana í dag og hélt svo á henni í fanginu í góða stund. Ekki leiðinlegt það. En það sem er alveg drepleiðinlegt er þetta Baugsmál. Meiri sápuóperan.

Itte Rasshai.

laugardagur, september 24, 2005

Netleysi

Jæja nú er liðið ár og öld frá síðustu færslu. Þannig er mál með vexti að ég skipti frá emax yfir í ogvodafone en það hefur tekið tíma að fá netið upp. Netið er ekki enn komið upp hjá mér og til að bæta gráu ofaní svart þá stútaði ég tölvunni minni í gær. Það eru nebbilíuslega svo mikil læti í viftunni sem er í tölvunni að ég ákvað að aftengja hana. En það gerði ég án þess að slökkva á tölvunni og hún dó við þessa aðgerð. Ég verð víst að smella henni í viðgerð á mánudag og má búast við að þetta kosti skildinginn. En í millitíðinni verður maður bara að nýta sér aðstöðuna hér upp á spítala, sem er mjög fín. Sit einmitt þar nú og blogga og horfi á bikarúrslit. Mínir menn að spila en hvað getur maður sagt? Búnir að falla og virðist engin barátta vera í þessu liði. Ég man einmitt svo vel að ég byrjaði einmitt með bloggið mitt í fyrra þegar að Fram náði að bjarga sér frá falli, en nú er öldin önnur. En hvað hefur annað gerst? Drottningin mín er alveg laus við cpapið og liggur nú bara alsæl í kassanum sínum. Hún er orðin rúmlega 1500 grömm og 40 cm að lengd. Nú eru flestir búnir að koma að skoða og sumir ofar en einu sinni. Ef ég er að gleyma einhverjum þá má sá hin sami alveg bjalla í mig og ég finn tíma. Það er frekar að sýna gullið núna en þegar að hún kemur heim. Þá er svo mikil sýkingarhætta, betra að sýna núna í öryggi vökudeildar. Jæja best að fara að kíkja á Framarana skíta á sig.

itte rasshai.

miðvikudagur, september 14, 2005

8 mánuðir, eitt barn?

Letiblóð er ég og viðurkenni það fúslega. Hef ekkert komist á netið í smá tíma, áðstæðan fyrir því helst sú að emax tenging er barasta ekki að virka. Fór þá bara upp í Ogvodafón og smellti í Og1. Lýst helvíti vel á það. Matthildur er í góðum gír, alltaf að þyngjast og þyngjast. Næstum því orðin 1300 grömm. Alltaf að stækka og stækka. Tók hana í fangið í dag og hún smakkaði svo brjóstamjólk í fyrsta sinn áðan. Tókum fullt af myndum sem rata inn á heimasíðuna hennar á morgun. Fór svo um daginn á hina fantagóðu Strákarnir okkar. Skil ekki alveg af hverju allir eru að trasha þessa mynd svona. Jón Atli og gaurinn sem var leikhússtjóri á Akureyri (man ekki hvað hann heitir) fóru alveg á kostum. Nú er maður í langþráðu fríi frá vinnu og hefur ekki líkað það illa. Veit ekki alveg hvað ég á að skrifa, það er svo langt síðan ég skrifaði síðast. Dagarnir einkennast af eftirfarandi: þreyta, þreyta, leita að mat, keyra spítalann, knúsa prinsessuna með augunum, leita að meiri mat, keyra meira, vera í galsa, vera pirraður, sofa og dreyma um meiri mat. Vakna, þreyta.... Áttaði mig á mjög undarlegu um daginn, það eru 8 mánuðir síðan ég hitti Völu í fyrsta sinn. Og núna eigum við eins mánaða gamalt barn saman...hummmmm. Heyrði hræðilegar fréttir á mánudag frá mjög áreiðanlegri hjúkrunarkonu á deildinni. Rauðhærðir eru að deyja út. Þar sem að þessi háralitur er víkjandi og því er talið að hann deyji út eftir 3 - 4 kynslóðir. En mér létti til muna þegar hún sagði mér að þó að Matta sé með dökkt hár þá gæti hún alveg endað rauðhærð eins og pabbi sinn. Mér létti.

Itte Rasshai

þriðjudagur, september 06, 2005

Barnaland

Matthildur Agla er komin með síðu á barnalandi. Við erum enn að setja meira inn á síðuna en lásinn er farinn af.

mánudagur, september 05, 2005

Ég elska þessa en hata......


nágrannann minn. "Værir þú til í að taka þátt í kostnaði við að færa útidyrahurðina þína og minnka íbúðina áður en þú selur hana?" "Bara þannig að við komumst í geymsluna þar sem vatnsinntakið er, sem er inn í íbúðinni þinni" Já, ok ekkert mál, ég sýni bara íbúðina eins og hún er og sel hana, en færi svo útidyrahurðina svona rétt áður en ég afhendi hana. Ég segi bara við kaupandann "Ó gleymdi ég að segja þér að það voru breytingar í vændum, er þér ekki sama?." Kannski ég breyti bara stofunni í rennibrautagarð, svona víst að maður er á annað borð að þessu. Sumir eru einfaldlega veikari á geði en aðrir. Vá hvað ég nenni að vera að spá í svona bulli á stundum sem þessum. En það er allt gott að frétta af elskunni minni, hún sefur, sýgur snuð, stækkar, borðar og rífur kjaft. Það er kraftur í kellingu. Ekki sami kraftur í mömmu hennar sem labbaði á hurð í gær! Do i need to say more.
Nú er spurning hvort að fólk vilji ekki fara að hafa samband ef það vill sjá dúlluna. Við erum að reyna að raða niður heimsóknum. Marta systir á morgun, Tinna á miðvikudag og Kiddi og Guðrún í vikunni. Það er öruggara að sýna hana núna á meðan hún er í kassanum. Þegar hún kemur heim er okkur ráðlagt að vera ekkert að fara með hana út og ekki vera að fá mikið af heimsóknum. Hún verður víst í mikilli sýkingarhættu þessi elska, alveg fyrsta árið.
Himneskt þessa stundina er lagið Concerning the UFO sighting near Higland, Illinoise með Sufjan Stevens. Sjékk out ðí kú kú.

Itte Rasshai

sunnudagur, september 04, 2005

Konsert


Nú er Matthildur 2 vikna og hélt upp á daginn með því vera 1080 gr. Virkilega spræk og hress. Í tilefni dagsins fékk mamma hennar kennslu í að þvo henni. Næst fáum við sem sagt að þvo henni alveg sjálf. Ég sat svo með hana í fanginu í dag, hápunktur lífsins verður maður að segja, í hvert sinn sem ég fæ að halda á þessari dúllu sem allir hafa sagt að sé alveg eins og pabbi sinn. Sem betur fer þar sem ég var svikinn með hárlitinn. Við höfum mikið verið að ræða ljósmæðurnar upp á deild varðandi allt sem tengist Matthildi. Staðan er sem sagt þannig að hún ætti að þyngjast um 15-20 grömm á dag per kíló. Sem sagt ef hún væri 2 kíló þá þyngist hún um 30-40 grömm á dag etc. Þegar hún er orðin svona 1600- 1700 grömm og alveg laus við cpapið, þá getur hún fært sig yfir á vökudeild 1 þar sem er hægt að hafa hana í vöggu. Að sjálfsögðu er hér verið að tala um ef ekkert kemur upp og hún er alveg stöðug. Það er samt gaman og nauðsynlegt að hafa e-ð að stefna að. Til þess að hún geti komið heim þá þarf hún að vera 2,5 - 3 kíló og algjörlega laus við öll tæki. Manni er strax farið að kvíða fyrir því að fara með hana heim (og hlakka til auðvitað líka! ) vegna þess að þar eru engir skjáir sem segja manni hvernig hún andar eða hjartað slær. Ætli maður stari ekki á hana allan sólahringinn og haldi litlum spegli undir nösunum svona fyrsta árið á meðan hún sefur. Það er svo sannarlega margt að huga að áður en líður að því. Og nógur tími svo sem. Ég held að tíminn núna sé svolítið strange, þar sem að allt rollercosterrædið sem var á undan hefur róast. Núna er komin smá rútína á hlutina og lífið verður að halda áfram. Ég hef verið að finna fyrir auknum spenningi og óþolinmæði hvað varðar allt sem tengist Matthildi. Ef einhver annar en Vala segir e-ð sem mér finnst óviðeigandi þá stekkur maður strax í vörn. Samt veit ég alveg að fólk er aldrei að meina neitt illt með neinu. Þetta er bara smá spennufall býst ég við. En ég var mikið að hugsa um þessa spennu og allt sem við höfum gengið í gegnum, við Vala. Hún er náttúrulega búin að standa sig alveg eins og hetja í þessu öllu saman. Hefur verið ótrúlega sterk í gegnum allt ferlið. Mig langaði svo til að gera e-ð fyrir hana, svona til að hún gæti aðeins trítað sjálfa sig. Svo fattaði ég það í dag, snilldarhugmynd sem ég fékk, allt í einu var það svo ljóst. Hvað elskar Vala? Tónlist! Permanet! Fallega menn! Ég bauð henni að sjálfsögðu á Michael Bolton tónleikana. Við tökum góðan kvöldmat, smá rauðvín og hlustum kannski á Vintage plötuna hans á meðan. Síðan beint í höllina og ég get ekki beðið eftir að sjá svipinn á Völu þegar hann tekur When a man loves a woman. Allir sem þekkja hana vita auðvitað að þetta lag bræðir hana algjörlega. Þarna verður sko myndavélin við höndina.
En talandi um góða tónlistarmenn þá eru Sufjan Stevens og Anthony and the Johnsons á stöðugu replay þessa stundina. Þegar Anthony og Boy george syngja You are my sister þá slá þeir hátt upp í Michael. En who are we kidding, þeir eru ekki einu sinni í sömu deild og hann.

Itte rasshai

laugardagur, september 03, 2005

Lítill maður í stórum bíl

Nammi nammi var að vakna eftir fyrsta samviskulausa svefninn í long long time, ha bíbí. Hitti mína heittelskuðu seint í gær, hún svaf værum blundi. Ég truflaði svefninn með því að skipta á henni og kveikja á lampa til að sjá e-ð. Það væri svona eins og einhver myndi beina ljóskastara inn í íbúðina mína um miðjan nótt. Sorry babe, pabbi stundum lengi að fatta, þú venst þessu. Setti hana í bleyju sem var númeri of stór (var samt alveg helvíti lítil) og hún náði henni upp á háls. Vala kom mér til bjargar og reddaði þessu. Greyið litla er komið með nýtt cpap, sem er miklu stærra en það gamla. Þetta helst betur, en á eftir að víkka nasirnar á henni og ég er alveg viss um að henni finnst þetta mjög óþægilegt. Ég get ekki beðið eftir því að hún losni við þetta, þó maður geti nú ekki neitað því að þetta hjálpar henni að anda. Þannig að maður ætti kannski að fara varlega í að blóta elsku cpapinu. Varð vitni að mjög súru mómenti áðan. Jóhanna völusystir droppaði við með e-ð dót og lagði bílnum sínum upp á gangstétt. Allt í einu byrjaði einhver jeppakall að flauta og flauta þar sem að hann komst ekki fram hjá. Jóhanna vippaði sér út og gerði sig líklega til að færa bílinn, en nei nei þá ákvað litli maðurinn bara að fá uppreisn æru fyrir sitt litla typpi og neitaði að bakka þannig að Jóhanna kæmist. Hann sagðist hafa nægan tíma, Jóhanna tók þetta á þann kúl máta sem þessar systur eru þekktar fyrir og sagði bara sömuleiðis og kom aftur inn. Gaurinn sat svo og hringdi á lögguna, en færði sig svo þegar að pro-ana celebið Andrea Róberts kom á vettvang til að miðla málum. Hann bakkaði út úr götunni og keyrði með sitt særða egó í burtu. Greyið litla dóttir hans sem sat í aftursætinu.
Spurning hvort að maður skelli sér ekki á ljósahátíð og verði vitni að þeim sögulega atburði þegar Clint fær óskina uppfyllta. Stjörnu á götuna fyrir framan Traffik í Keflavík. Loksins getur hann retirerað.

Itte Rasshai

fimmtudagur, september 01, 2005

Everybody needs good neighbours

Þetta eru nú búnir að vera meiri dagarnir. Ég held að þetta sé einhver mest orkudraining vika sem ég hef upplifað. Brjálað að gera á öllum vígstöðum en ofan á það bætist að skemmtilegu nágrannarnir mínir hafa ákveðið að fara út í milljóna viðgerðir svona rétt áður en ég sel. Æ takk elsku vinir, mér þykir svo vænt um ykkur, þetta auðveldar mér svo lífið og tilveruna þessa stundina. Lenti svo í frekar neyðarlegu atviki áðan í vinnunni. Heyrði rosa grát frá einni sem vanalega grætur rosalega af litlu tilefni. Ég labbaði til hennar og byrjaði að herma eftir henni af lífs og sálarkröftum " AARrRrrrrgggg hvað er að arrgggg snöökkktt snökkkttt" Að sjálfsögðu stóð pabbi hennar beint fyrir aftan þegar ég var að sýna hvað mesta leikræna tilburði og hélt um augun og þóttist gráta eins og hún. Ég hætti því skyndilega þegar ég sá steinrunnið andlit hans stara á mig. Fékk þurrt "takk fyrir daginn" og augnaráð sem hefði fellt uxa. En þetta er lífið sem maður valdi sér, best að sukk it up og taka því eins og maður, og kannski horfa aðeins í kringum sig í framtíðinni. Það er allt rosa gott að frétta af Möglu, hún fékk smá hita í gær en allar blóðprufur komu mjög vel út. Þannig að það er ekkert nema gott um það að segja. Samviskubitið yfir lítilli spítalaveru hefur lítið minnkað þessa vikuna, ég VERÐ að koma vinnunni á skrið þannig að ég geti tekið mér smá orlof með góðri samvisku.

Itte Rasshai

Leiðinlegi dagur


Nenni ekki að tala um þennan hörmulega dag, en ein mynd af þeirri sem lýsir upp veröldina og birtir til í hjarta mínu...aahhhh