miðvikudagur, september 14, 2005

8 mánuðir, eitt barn?

Letiblóð er ég og viðurkenni það fúslega. Hef ekkert komist á netið í smá tíma, áðstæðan fyrir því helst sú að emax tenging er barasta ekki að virka. Fór þá bara upp í Ogvodafón og smellti í Og1. Lýst helvíti vel á það. Matthildur er í góðum gír, alltaf að þyngjast og þyngjast. Næstum því orðin 1300 grömm. Alltaf að stækka og stækka. Tók hana í fangið í dag og hún smakkaði svo brjóstamjólk í fyrsta sinn áðan. Tókum fullt af myndum sem rata inn á heimasíðuna hennar á morgun. Fór svo um daginn á hina fantagóðu Strákarnir okkar. Skil ekki alveg af hverju allir eru að trasha þessa mynd svona. Jón Atli og gaurinn sem var leikhússtjóri á Akureyri (man ekki hvað hann heitir) fóru alveg á kostum. Nú er maður í langþráðu fríi frá vinnu og hefur ekki líkað það illa. Veit ekki alveg hvað ég á að skrifa, það er svo langt síðan ég skrifaði síðast. Dagarnir einkennast af eftirfarandi: þreyta, þreyta, leita að mat, keyra spítalann, knúsa prinsessuna með augunum, leita að meiri mat, keyra meira, vera í galsa, vera pirraður, sofa og dreyma um meiri mat. Vakna, þreyta.... Áttaði mig á mjög undarlegu um daginn, það eru 8 mánuðir síðan ég hitti Völu í fyrsta sinn. Og núna eigum við eins mánaða gamalt barn saman...hummmmm. Heyrði hræðilegar fréttir á mánudag frá mjög áreiðanlegri hjúkrunarkonu á deildinni. Rauðhærðir eru að deyja út. Þar sem að þessi háralitur er víkjandi og því er talið að hann deyji út eftir 3 - 4 kynslóðir. En mér létti til muna þegar hún sagði mér að þó að Matta sé með dökkt hár þá gæti hún alveg endað rauðhærð eins og pabbi sinn. Mér létti.

Itte Rasshai

6 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Nú verða allir rauðhærðir að fara að para sig saman og búa til rauðhærð börn. Það gengur ekki að heimurinn verði án rauðhærðra ég get bara ekki hugsað þessa hugsun til enda. Allir rauðhærðir sameinist og farið að gera það.
Cheers Trína

1:53 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

ég lærði það að rautt væri ríkjandi...hummm. allavega trína með það að rautt fari að para sig saman og punga út þá verður að hafa í huga að + og + verður mínus.
bibban

1:33 e.h.  
Blogger Ásta said...

8 mánuðir! Já, geri aðrir betur;)
Fjölskyldan mín gerir sitt besta í að viðhalda þessum háralit. Hann kom meira segja alveg upp úr þurru hjá 3 af 4 börnum mams and paps! Þetta reddast allt saman!;) Ég væri ekki hissa þó að ég eignaðist eins og eitt stykki eða tvö með þennan eftirsótta lit:) Veit ekki alveg hvað J segir við því.....hehehe

3:10 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég skal gera mitt besta til að viðhalda rauða litnum. Annars er þetta bara eins og hvert annað þrugl og bull og kjaftæði! hvers vegna ætti þetta fyrst að vera að gerast núna, en ekki fyrir löngu. Hlustum ekki á svona vitleysu

Kveðja

Garðar

5:09 e.h.  
Blogger Ásta said...

Til hamingju með 4 vikurnar!

1:24 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hæ hó!
Sara hér (ljósmóðirin sem tók á móti Matthildi). Ég var á spjalli við Beggu vinkonu Völu, hún benti mér á þessa síðu :) Frábært að geta fylgst aðeins með ykkur!
Varðandi rauðhærða fólkið þá er það ekki rétt. Það sem er víkjandi deyr ekki út nema það valdi dauða eða minni frjósemi/fjölgun. Genin eru til staðar í líkamanum þó þau komi ekki alltaf fram, og af og til koma saman tvö víkjandi gen. Þetta lærði ég í erfðafræði í den. Í raun verður engin minnkun á fjölda þeirra sem eru með birtingarmynd víkjandi gensins.Ég gæti útskýrt þetta ef ég væri með blað og penna en þið verðið bara að trúa mér!
Hafið það gott vonandi heldur Matthildur áfram að standa sig svona vel. Ég veit ekki hvort ég var búin að segja ykkur það en þið stóðuð ykkur líka frábærlega í fæðingunni foreldrarnir :) Sýnduð mikið æðruleysi og yfirvegun í erfiðum aðstæðum. Knús!
Sara Björk

7:12 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home