mánudagur, september 05, 2005

Ég elska þessa en hata......


nágrannann minn. "Værir þú til í að taka þátt í kostnaði við að færa útidyrahurðina þína og minnka íbúðina áður en þú selur hana?" "Bara þannig að við komumst í geymsluna þar sem vatnsinntakið er, sem er inn í íbúðinni þinni" Já, ok ekkert mál, ég sýni bara íbúðina eins og hún er og sel hana, en færi svo útidyrahurðina svona rétt áður en ég afhendi hana. Ég segi bara við kaupandann "Ó gleymdi ég að segja þér að það voru breytingar í vændum, er þér ekki sama?." Kannski ég breyti bara stofunni í rennibrautagarð, svona víst að maður er á annað borð að þessu. Sumir eru einfaldlega veikari á geði en aðrir. Vá hvað ég nenni að vera að spá í svona bulli á stundum sem þessum. En það er allt gott að frétta af elskunni minni, hún sefur, sýgur snuð, stækkar, borðar og rífur kjaft. Það er kraftur í kellingu. Ekki sami kraftur í mömmu hennar sem labbaði á hurð í gær! Do i need to say more.
Nú er spurning hvort að fólk vilji ekki fara að hafa samband ef það vill sjá dúlluna. Við erum að reyna að raða niður heimsóknum. Marta systir á morgun, Tinna á miðvikudag og Kiddi og Guðrún í vikunni. Það er öruggara að sýna hana núna á meðan hún er í kassanum. Þegar hún kemur heim er okkur ráðlagt að vera ekkert að fara með hana út og ekki vera að fá mikið af heimsóknum. Hún verður víst í mikilli sýkingarhættu þessi elska, alveg fyrsta árið.
Himneskt þessa stundina er lagið Concerning the UFO sighting near Higland, Illinoise með Sufjan Stevens. Sjékk out ðí kú kú.

Itte Rasshai

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Fólk er fífl... minnka íbúðina! má hún við því?? Varla. :) og rétt áður en þú selur. Herre gud.

En gangi ykkur áfram vel - búin að setja Matthildi Öglu í favorites hjá mér. Barnalands-rúnts-favorites

Bestu kveðjur héðan frá Svíþjóð
Lalli & Helga Dröfn

9:28 f.h.  
Blogger Ásta said...

Þetta eru nú meiri fíflin! Gangi þér vel með þau:)
Æðislegt að sjá og heyra að allt gengur vel. Magla líkist þér meira og meira;)

Kveðja, Ásta

5:45 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hvað með að segja "Nei, ég vil ekki færa hurðina mína" þar sem nágranninn sagði "viltu" ...eða hefur þú kannski ekkert val um það. Ef ekki þá mundi ég selja og láta kaupandann sjá um hurðina....allavegana mundi ég ekki segja honum ekki frá hurðinni..þá verður hann kannski líka með leiðindi...

þú getur líka sent inn fyrirspurn til kærunefnd fjöleignahúsamála (sjá símaskrá) til að komast að því hvort nágranninn hafi rétt á því að krefja þig um þetta og þá líka hvor á að borga

9:24 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home