sunnudagur, september 04, 2005

Konsert


Nú er Matthildur 2 vikna og hélt upp á daginn með því vera 1080 gr. Virkilega spræk og hress. Í tilefni dagsins fékk mamma hennar kennslu í að þvo henni. Næst fáum við sem sagt að þvo henni alveg sjálf. Ég sat svo með hana í fanginu í dag, hápunktur lífsins verður maður að segja, í hvert sinn sem ég fæ að halda á þessari dúllu sem allir hafa sagt að sé alveg eins og pabbi sinn. Sem betur fer þar sem ég var svikinn með hárlitinn. Við höfum mikið verið að ræða ljósmæðurnar upp á deild varðandi allt sem tengist Matthildi. Staðan er sem sagt þannig að hún ætti að þyngjast um 15-20 grömm á dag per kíló. Sem sagt ef hún væri 2 kíló þá þyngist hún um 30-40 grömm á dag etc. Þegar hún er orðin svona 1600- 1700 grömm og alveg laus við cpapið, þá getur hún fært sig yfir á vökudeild 1 þar sem er hægt að hafa hana í vöggu. Að sjálfsögðu er hér verið að tala um ef ekkert kemur upp og hún er alveg stöðug. Það er samt gaman og nauðsynlegt að hafa e-ð að stefna að. Til þess að hún geti komið heim þá þarf hún að vera 2,5 - 3 kíló og algjörlega laus við öll tæki. Manni er strax farið að kvíða fyrir því að fara með hana heim (og hlakka til auðvitað líka! ) vegna þess að þar eru engir skjáir sem segja manni hvernig hún andar eða hjartað slær. Ætli maður stari ekki á hana allan sólahringinn og haldi litlum spegli undir nösunum svona fyrsta árið á meðan hún sefur. Það er svo sannarlega margt að huga að áður en líður að því. Og nógur tími svo sem. Ég held að tíminn núna sé svolítið strange, þar sem að allt rollercosterrædið sem var á undan hefur róast. Núna er komin smá rútína á hlutina og lífið verður að halda áfram. Ég hef verið að finna fyrir auknum spenningi og óþolinmæði hvað varðar allt sem tengist Matthildi. Ef einhver annar en Vala segir e-ð sem mér finnst óviðeigandi þá stekkur maður strax í vörn. Samt veit ég alveg að fólk er aldrei að meina neitt illt með neinu. Þetta er bara smá spennufall býst ég við. En ég var mikið að hugsa um þessa spennu og allt sem við höfum gengið í gegnum, við Vala. Hún er náttúrulega búin að standa sig alveg eins og hetja í þessu öllu saman. Hefur verið ótrúlega sterk í gegnum allt ferlið. Mig langaði svo til að gera e-ð fyrir hana, svona til að hún gæti aðeins trítað sjálfa sig. Svo fattaði ég það í dag, snilldarhugmynd sem ég fékk, allt í einu var það svo ljóst. Hvað elskar Vala? Tónlist! Permanet! Fallega menn! Ég bauð henni að sjálfsögðu á Michael Bolton tónleikana. Við tökum góðan kvöldmat, smá rauðvín og hlustum kannski á Vintage plötuna hans á meðan. Síðan beint í höllina og ég get ekki beðið eftir að sjá svipinn á Völu þegar hann tekur When a man loves a woman. Allir sem þekkja hana vita auðvitað að þetta lag bræðir hana algjörlega. Þarna verður sko myndavélin við höndina.
En talandi um góða tónlistarmenn þá eru Sufjan Stevens og Anthony and the Johnsons á stöðugu replay þessa stundina. Þegar Anthony og Boy george syngja You are my sister þá slá þeir hátt upp í Michael. En who are we kidding, þeir eru ekki einu sinni í sömu deild og hann.

Itte rasshai

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Þú ert ábyggilega mjúkasti maðurinn á Íslandi þessa dagana, og þó víðar væri leitað :)

Það er frábært að allt skuli ganga svona vel, ég er allavega farinn að geta lesið bloggið þitt án þess að klökkna sem bendir til þess að lífið sé gott, að vísu bendir það líka til þess að ég sé grenjuskjóða, en það vissu nú allir.

Frábær pistillinn um jeppafíflið! Þessi gaur hefði alveg passað inn í stemninguna í New Orleans Superdome.

Keep up the good work,
Kristinn

11:05 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Það er svo frábært að lesa um hvað allt gengur vel hjá ykkur og hvað matthildur er er dugleg.

Vildi líka segja þér að það er ekki öll nótt úti enn með háralitinn. Ég fæddist með alveg svart hár, en í dag er ég blessunarlega rauðhærð :)

2:28 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hæjj..óli!
til hamingju með litlu dúlluna!!
er búin að sjá myndir af henni.voða krúúút!
en reindar er hún ekki rauðherð..hehe.ég sem bjóst nú við því.

hlakka svo til að sjá hana og þig ..nátúrulega..
þú ert rosa duglegur finst mér..þetta er búið að vera svo erfit...

jamm...skrifa öruglega aftr seinna ..!var að koma úr skólanum..firsti dagurin..erfitt!

bæbæ love you sooo much!

þín sistir helga .

3:50 e.h.  
Blogger Óli said...

Takk fyrir þetta Kiddi, þið verðið svo að koma að sjá hana sem fyrst.
Ylfa mín, þetta er haldreipi mitt í vonleysispyttinn sem ég var fallinn ofan í. Rauður vonargeisli.
Gangi þér vel í skólanum Helga mín. Matthildur bíður eftir því að sjá þig fram að jólum. Hlökkum bæði til að sjá þig.

12:14 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home