fimmtudagur, september 01, 2005

Everybody needs good neighbours

Þetta eru nú búnir að vera meiri dagarnir. Ég held að þetta sé einhver mest orkudraining vika sem ég hef upplifað. Brjálað að gera á öllum vígstöðum en ofan á það bætist að skemmtilegu nágrannarnir mínir hafa ákveðið að fara út í milljóna viðgerðir svona rétt áður en ég sel. Æ takk elsku vinir, mér þykir svo vænt um ykkur, þetta auðveldar mér svo lífið og tilveruna þessa stundina. Lenti svo í frekar neyðarlegu atviki áðan í vinnunni. Heyrði rosa grát frá einni sem vanalega grætur rosalega af litlu tilefni. Ég labbaði til hennar og byrjaði að herma eftir henni af lífs og sálarkröftum " AARrRrrrrgggg hvað er að arrgggg snöökkktt snökkkttt" Að sjálfsögðu stóð pabbi hennar beint fyrir aftan þegar ég var að sýna hvað mesta leikræna tilburði og hélt um augun og þóttist gráta eins og hún. Ég hætti því skyndilega þegar ég sá steinrunnið andlit hans stara á mig. Fékk þurrt "takk fyrir daginn" og augnaráð sem hefði fellt uxa. En þetta er lífið sem maður valdi sér, best að sukk it up og taka því eins og maður, og kannski horfa aðeins í kringum sig í framtíðinni. Það er allt rosa gott að frétta af Möglu, hún fékk smá hita í gær en allar blóðprufur komu mjög vel út. Þannig að það er ekkert nema gott um það að segja. Samviskubitið yfir lítilli spítalaveru hefur lítið minnkað þessa vikuna, ég VERÐ að koma vinnunni á skrið þannig að ég geti tekið mér smá orlof með góðri samvisku.

Itte Rasshai

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home