mánudagur, september 26, 2005

Brandari

Hvað er að gerast? Veturinn kominn strax og allir með kvef. Mér líst ekkert á þetta. Búin að vera ágætishelgi eftir alveg hörmulegan föstudag. Fór til Garðars og Söru á laugardag í fínasta matarboð. Baldur, Sigga, Brandur, Haukur og Unnar voru þarna ásamt mér og Völu. Mikil umræða skapaðist eins og oft áður og fólk skiptist oftast í tvær fylkingar. Eru hermenn réttdræpir?, eiga kynferðisafbrot aldrei að fyrnast? og á að lögleiða fíkniefni? Spennandi umræður og erfitt að komast að niðurstöðu. En ég lenti svo í svaðalegum aðstæðum í vinnunni í dag. Hvert er ungdómur þessa lands að stefna, spyr ég? Þannig var mál með vexti að ég sat með nokkrum strákum í 1.bekk að borða í matsalnum. Umræðan snerist um homma, "ef tveir kallar giftast þá eru þeir hommar" og þar eftir götunum. En síðan tók einn brattur til máls og sagði brandara sem hljóðaði svona " Hver er munurinn á ísskáp og homma? Ísskápurinn prumpar ekki þegar þú tekur kjötið út" Sem betur fer voru strákarnir ekki að fatta þennann. En eins og hægt er að ímynda sér þá fékk ég vægt sjokk. "Já já vinur og hvar heyrðiru þennan, ehhhe". Best að vera viðbúinn öllu þegar að prinsessan fer í skóla. Hún er by the way orðin heil 1630 grömm og alveg þrælhress. Mamma hennar baðaði hana í dag og hélt svo á henni í fanginu í góða stund. Ekki leiðinlegt það. En það sem er alveg drepleiðinlegt er þetta Baugsmál. Meiri sápuóperan.

Itte Rasshai.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Unga fólkið í dag... hvar endar þetta ha??

Helga Dröfn og Lalli í Svíþjóð :)

5:17 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home