laugardagur, september 24, 2005

Netleysi

Jæja nú er liðið ár og öld frá síðustu færslu. Þannig er mál með vexti að ég skipti frá emax yfir í ogvodafone en það hefur tekið tíma að fá netið upp. Netið er ekki enn komið upp hjá mér og til að bæta gráu ofaní svart þá stútaði ég tölvunni minni í gær. Það eru nebbilíuslega svo mikil læti í viftunni sem er í tölvunni að ég ákvað að aftengja hana. En það gerði ég án þess að slökkva á tölvunni og hún dó við þessa aðgerð. Ég verð víst að smella henni í viðgerð á mánudag og má búast við að þetta kosti skildinginn. En í millitíðinni verður maður bara að nýta sér aðstöðuna hér upp á spítala, sem er mjög fín. Sit einmitt þar nú og blogga og horfi á bikarúrslit. Mínir menn að spila en hvað getur maður sagt? Búnir að falla og virðist engin barátta vera í þessu liði. Ég man einmitt svo vel að ég byrjaði einmitt með bloggið mitt í fyrra þegar að Fram náði að bjarga sér frá falli, en nú er öldin önnur. En hvað hefur annað gerst? Drottningin mín er alveg laus við cpapið og liggur nú bara alsæl í kassanum sínum. Hún er orðin rúmlega 1500 grömm og 40 cm að lengd. Nú eru flestir búnir að koma að skoða og sumir ofar en einu sinni. Ef ég er að gleyma einhverjum þá má sá hin sami alveg bjalla í mig og ég finn tíma. Það er frekar að sýna gullið núna en þegar að hún kemur heim. Þá er svo mikil sýkingarhætta, betra að sýna núna í öryggi vökudeildar. Jæja best að fara að kíkja á Framarana skíta á sig.

itte rasshai.

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Aftengdir þú viftuna í vélinni með hana í gangi!? Snillingur :)

Keep on rocking in the free world.

KT

10:01 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

djöfulsins spenna! hvort sem þú trúir því eða ekki þá var ég á leiknum :)
já, kraftaverkin gerast þegar maður er með öfga knattspyrnumanni.

12:35 e.h.  
Blogger Óli said...

Já Kiddi minn, ég er Snillingur með stóru S-i.
Ég vona að hann haldi með réttu liði Arna!

7:03 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

jú, það munu vera mennirnir í bláu treyjunum.

12:52 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home