sunnudagur, júlí 29, 2007

Ipod



Eins og ég greindi frá í síðustu færslu þá dó ipod-inn í sumarfríinu. Ipod-inn hafði skipað mikilvægu hlutverki á leið minni að heilsusamlegu líferni. Ég á nefnilega mjög erfitt með að fara út að skokka án ipod-sins. Þess vegna fór ég að skoða nýjustu gerðir sem eru í boði. Mér líst mjög vel á 80 gb ipod sem kostar 349 dólares(62 kr *349 = 21 000 kr). Svo heppilega vill til að hún móðir minn og faðir2 eru á leið til USA á næstunni. Ég hef hugsað mér að biðja þau um að kaupa fyrir mig einn slikan þó svo að fjárhagurinn geri ekki ráð fyrir því. En neyðin kennir naktri konu að spinna (sem þýðir ég verð að fá hann til að skokka) og svo er dolares líka all time low.
En hvað er málið með verðlagningu á ipod á Íslandi. Ég tjékkaði á heimasíðu apple á Íslandi og komst þar að því að þessi sami ipod kostar 56 000 kr!!! What is up with that? 30 gb kostar 249 dolares (15 000 kr) úti en 40 000 kr hér heima. I´m calling mom.

Í dag fengum við Gerður sjaldgefið frí til að rækta ástina þegar að tengda mín tók barnið á meðan við fórum í bíó. Við sáum Simpson´s í Háskólabíó. Mér fannst myndin bara nokkuð góð en var samt frekar stutt og kannski ekkert sérstaklega eftirminnileg. Svona eins og þáttur sem er yfir meðallagi góður.
Svo fór ég í afmæli til Söru Jasonardóttir Garðarskona. Mjög fínt partý.

föstudagur, júlí 27, 2007

Sumarfríið á enda.





Nú er sumarfríið mitt að klárast en ég hef verið í 4 vikur í fríi sem hefur verið með eindæmum indælt. Að auki ákvað ég að skella mér í frí frá blogginu en ætla mér að byrja aftur hér og nú. Á mánudag hefst vinnan aftur og er óhætt að segja að ágústmánuður verði busy. Skóli, afmæli, vinna, bebe og margt fleira!

En sumarfríið var sem áður sagði frábært. Ég náði alveg að slappa af með elskunum mínum. Við fórum í sund og í gönguferðir og keyrðum um landið. Einnig náðum við að gera heilmikið í íbúðinni en nú eru stofan, svefnherbergið, gangurinn og forstofan alveg tilbúin. Herbergið hennar Möttu hefur alltaf verið klárt þannig að núna eru einungis eldhús og baðherbergi eftir (Einungis!!!). Ég setti svo inn fullt af myndum úr sumarfríinu sem koma á myndasíðuna.

En þetta hefur verið að fara í gegnum hausinn á mér í sumarfríínu:

Stórhneykslaður á verðlagningu Sýnar 2 - betri þjónusta segja þeir?, Meðfylgjandi byggð í vatnsmýri en algjörlega út í hött að taka af öskjuhlíðinni til að byggja fyrir HR, Komst að því að hjólhýsi er frábær leið til að fara í útilegu, Þingvellir er æðislegur staður til að vera á, Grey´s anatomy eru góðir þættir, Það er erfiðara í dag að fá fólk með út í körfu en fyrir 10 árum, Ég grenntist og fitnaði á víxl í fríinu, Matthildur er allt í einu orðin að stóru barni sem talar og tjáir sig, Bumban á Gerði er á leið í Guinnes fyrir stærð, Stubbarnir eru furðulegasta sjónvarpsefni samtímans, Ipodinn dó og því þarf ég að nota þetta Sony skrapatól til að skokka með - tekur aðeins 256 mb og forritið sem fylgdi með er þroskaheft (sorry K.T.), Baldur og Sigga eignuðust dreng sem ég fæ að sjá á Sunnudag, Komst að því að kötturinn hjá Sigga er ekki Gutti og fattaði aftur hvað það er gott að ganga í stígvélum í rigningu!

fimmtudagur, júlí 05, 2007

Zeitgeist



Ég ætla að biðja alla sem hafa áhuga á samsæriskenningum og almennum trúarpælingum, að gefa sér 2 klst í að horfa á þessa mynd. Þetta er svona "the mother of all conspiracy movies". Athugið hún byrjar frekar hægt en eftir svona smá tíma byrjar hún fyrir alvöru. Ef þið eruð óþolinmóð þá bara spóla þangað strax, ég held að það sé í kringum 15 mín inn í myndina.

Í fyrsta hlutanum er farið í uppruna kristinnar trúar og annarra trúarbragða. Að mínu mati er þetta alveg ótrúlega fróðlegt en ég veit samt ekkert um sannleiksgildi þessara kenninga. Þið takið kannski eftir því að nafn Þórs þrumugoða birtist á lista yfir persónur úr öðrum trúarbrögðum sem eiga margt sameiginlegt með Jesú?

Í miðhlutanum er svo farið í samsæriskenningar sm varða 9/11. Sumt nokkuð magnað og skemmtilegt að pæla í þessu.

Í síðasta hlutanum er svo fjallað um hvernig eigendur stærstu bankanna hafa stjórnað heiminum á bakvið tjöldin síðustu 100 árin eða svo. Mjög fróðlegt allt saman.

Check your head!

71%The Movie Quiz

FilmCritic.com - Movie Reviews

þriðjudagur, júlí 03, 2007

Sick sick sick

Það er búið að vera mjög ánægjulegt að vera í fríi og ekki skemmir fyrir hvað það er geðveik blíða í loftinu. Reyndar er búið að hringja í mig 10 X !!!! í þá tvo daga síðan að fríið byrjaði. Það vonandi lagast sem fyrst.

En ég er búinn að njóta þess að borða góðan mat og liggja í leti það sem af er orlofinu. Ég var að horfa á tvær magnaðar myndir sem ég ætla að linka hér. Þeir sem hafa áhuga á að brjóta lögin og eru ekkert að stressa sig of mikið yfir myndgæðum (býst ekki við að Garðar og Unnar láti bjóða sér þetta ;) ættu að tjékka á þessu.

Fyrri myndin var Sicko eftir fitubolluna Michael Moore.

Hana er hægt að horfa á hér:
http://www.tucsonscene.com/?q=node/560

Mér fannst myndin mjög áhugaverð og mikill eye-opener hvað varðar amerískan hugsunarhátt. Fyndið hvað orð eins og sósíalismi, eru hættuleg í eyrum sumra americanos. Nú er kannski erfitt að dæma eftir þessari mynd, maður veit stundum ekki alveg með frásagnastíl hr.Moore, en samkvæmt myndinni þá virðast landar hans ekki geta ímyndað sér að ríkisrekið heilbrigðiskerfi geti virkað.
Mér fannst sumt sem kom fram í myndinni nokkuð átakanlegt, sérstaklega meðferð í sjúklingum sem uppfylla ekki skilyrði til að fá tryggingarbætur (sem eru reyndar allflestir skv. myndinni). Ég er glaður að búa á Íslandi eftir þessa ræmu.

Hin myndin sem ég sá var öllu léttari þó svo að hún væri nokkuð dramatísk á köflum. En það er myndin 300.
Hún er hér:
http://slyfoxtv.com/300.html

Það voru allir búnir að vera að skíta á sig í vinnunni eftir að hafa séð þessa mynd og því var tími til kominn að tjékka á henni. Mér fannst þessi mynd bara mjög góð og ég setti mér takmark á meðan ég horfði á hana. Minn magi bráðum = maginn á dæmigerðum spartverskum hermanni í myndinni. Er þetta e-ð djók. Gerður slefaði allavega meira en nokkru sinni yfir nokkrum atriðum. Bastards.

sunnudagur, júlí 01, 2007

Streetball



Í dag tókum við félagarnir Haukur, Kiddi, Siggi og ég, þátt í streetball móti á klambratúni. Við mættum fyrstir allra klukkan 10 til að hefja upphitun. Klukkan 11 var aragrúi af fólki mætt á svæðið og okkur til mikillar mæðu hafði meðalhæðin á vellinum hækkað umtalsvert. Við vorum með 5 öðrum liðum í riðli og áttum þá að spila 5 leiki. Til þess að komast áfram þurftum við að vinna helst alla leikina.



Við byrjuðum ágætlega í fyrsta leiknum og vorum með yfirhöndina framan af. En það sem háði okkur hvað mest í þessu móti var þolið gamla góða. Við vorum skotnir í kaf þegar líða tók á leikina og þá þurfti ekki að spyrja að leikslokum.



Til að gera langa sögu stutta þá töpuðum við öllum leikjunum en ég held að við getum gengið stoltir frá þessu móti. Við náðum að standa í flestum liðunum með hörkuvörn og góðri skotnýtingu Hauks. En fyrst og fremst var gaman að taka þátt í þessu. Ég leyfði mér að ræna þessum myndum frá Kristni og setja þær hér á síðuna. Restin af myndunum eru bæði á síðunni hans Kidda www.andmenning.com og á myndasíðunni minni. Kiddi bætti við skemmtilegum fyrirsögnum á myndirnar, endilega tjékkið á því.



Í ágúst verður víst haldið annað svona mót og þá er ekki spurning að við tökum aftur þátt. En þá ætla ég að muna eftir sólarvörninni þar sem að ég ligg í angist með rósarrauða flekki á bakinu eftir daginn.
Maza maza. Good times.