Ipod
Eins og ég greindi frá í síðustu færslu þá dó ipod-inn í sumarfríinu. Ipod-inn hafði skipað mikilvægu hlutverki á leið minni að heilsusamlegu líferni. Ég á nefnilega mjög erfitt með að fara út að skokka án ipod-sins. Þess vegna fór ég að skoða nýjustu gerðir sem eru í boði. Mér líst mjög vel á 80 gb ipod sem kostar 349 dólares(62 kr *349 = 21 000 kr). Svo heppilega vill til að hún móðir minn og faðir2 eru á leið til USA á næstunni. Ég hef hugsað mér að biðja þau um að kaupa fyrir mig einn slikan þó svo að fjárhagurinn geri ekki ráð fyrir því. En neyðin kennir naktri konu að spinna (sem þýðir ég verð að fá hann til að skokka) og svo er dolares líka all time low.
En hvað er málið með verðlagningu á ipod á Íslandi. Ég tjékkaði á heimasíðu apple á Íslandi og komst þar að því að þessi sami ipod kostar 56 000 kr!!! What is up with that? 30 gb kostar 249 dolares (15 000 kr) úti en 40 000 kr hér heima. I´m calling mom.
Í dag fengum við Gerður sjaldgefið frí til að rækta ástina þegar að tengda mín tók barnið á meðan við fórum í bíó. Við sáum Simpson´s í Háskólabíó. Mér fannst myndin bara nokkuð góð en var samt frekar stutt og kannski ekkert sérstaklega eftirminnileg. Svona eins og þáttur sem er yfir meðallagi góður.
Svo fór ég í afmæli til Söru Jasonardóttir Garðarskona. Mjög fínt partý.