föstudagur, júlí 27, 2007

Sumarfríið á enda.





Nú er sumarfríið mitt að klárast en ég hef verið í 4 vikur í fríi sem hefur verið með eindæmum indælt. Að auki ákvað ég að skella mér í frí frá blogginu en ætla mér að byrja aftur hér og nú. Á mánudag hefst vinnan aftur og er óhætt að segja að ágústmánuður verði busy. Skóli, afmæli, vinna, bebe og margt fleira!

En sumarfríið var sem áður sagði frábært. Ég náði alveg að slappa af með elskunum mínum. Við fórum í sund og í gönguferðir og keyrðum um landið. Einnig náðum við að gera heilmikið í íbúðinni en nú eru stofan, svefnherbergið, gangurinn og forstofan alveg tilbúin. Herbergið hennar Möttu hefur alltaf verið klárt þannig að núna eru einungis eldhús og baðherbergi eftir (Einungis!!!). Ég setti svo inn fullt af myndum úr sumarfríinu sem koma á myndasíðuna.

En þetta hefur verið að fara í gegnum hausinn á mér í sumarfríínu:

Stórhneykslaður á verðlagningu Sýnar 2 - betri þjónusta segja þeir?, Meðfylgjandi byggð í vatnsmýri en algjörlega út í hött að taka af öskjuhlíðinni til að byggja fyrir HR, Komst að því að hjólhýsi er frábær leið til að fara í útilegu, Þingvellir er æðislegur staður til að vera á, Grey´s anatomy eru góðir þættir, Það er erfiðara í dag að fá fólk með út í körfu en fyrir 10 árum, Ég grenntist og fitnaði á víxl í fríinu, Matthildur er allt í einu orðin að stóru barni sem talar og tjáir sig, Bumban á Gerði er á leið í Guinnes fyrir stærð, Stubbarnir eru furðulegasta sjónvarpsefni samtímans, Ipodinn dó og því þarf ég að nota þetta Sony skrapatól til að skokka með - tekur aðeins 256 mb og forritið sem fylgdi með er þroskaheft (sorry K.T.), Baldur og Sigga eignuðust dreng sem ég fæ að sjá á Sunnudag, Komst að því að kötturinn hjá Sigga er ekki Gutti og fattaði aftur hvað það er gott að ganga í stígvélum í rigningu!

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

:P

KT

10:44 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home