fimmtudagur, júlí 05, 2007

Zeitgeist



Ég ætla að biðja alla sem hafa áhuga á samsæriskenningum og almennum trúarpælingum, að gefa sér 2 klst í að horfa á þessa mynd. Þetta er svona "the mother of all conspiracy movies". Athugið hún byrjar frekar hægt en eftir svona smá tíma byrjar hún fyrir alvöru. Ef þið eruð óþolinmóð þá bara spóla þangað strax, ég held að það sé í kringum 15 mín inn í myndina.

Í fyrsta hlutanum er farið í uppruna kristinnar trúar og annarra trúarbragða. Að mínu mati er þetta alveg ótrúlega fróðlegt en ég veit samt ekkert um sannleiksgildi þessara kenninga. Þið takið kannski eftir því að nafn Þórs þrumugoða birtist á lista yfir persónur úr öðrum trúarbrögðum sem eiga margt sameiginlegt með Jesú?

Í miðhlutanum er svo farið í samsæriskenningar sm varða 9/11. Sumt nokkuð magnað og skemmtilegt að pæla í þessu.

Í síðasta hlutanum er svo fjallað um hvernig eigendur stærstu bankanna hafa stjórnað heiminum á bakvið tjöldin síðustu 100 árin eða svo. Mjög fróðlegt allt saman.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Heyrðu við vorum nú bara merkilega brattir í körfunni í kvöld Ólafur.

Við verðum komnir í massabasket-form fyrir ágúst, ekkert mál ;)

KT

11:16 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

http://www.youtube.com/watch?v=4evqM8eookM&mode=related&search= þið skötuhjúin verðið eiginlega að horfa á þennan, hann er ógeðslega fyndinn. Ógeðslega, bókstaflega :D

Kveðja,
Nína

8:05 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home