Streetball
Í dag tókum við félagarnir Haukur, Kiddi, Siggi og ég, þátt í streetball móti á klambratúni. Við mættum fyrstir allra klukkan 10 til að hefja upphitun. Klukkan 11 var aragrúi af fólki mætt á svæðið og okkur til mikillar mæðu hafði meðalhæðin á vellinum hækkað umtalsvert. Við vorum með 5 öðrum liðum í riðli og áttum þá að spila 5 leiki. Til þess að komast áfram þurftum við að vinna helst alla leikina.
Við byrjuðum ágætlega í fyrsta leiknum og vorum með yfirhöndina framan af. En það sem háði okkur hvað mest í þessu móti var þolið gamla góða. Við vorum skotnir í kaf þegar líða tók á leikina og þá þurfti ekki að spyrja að leikslokum.
Til að gera langa sögu stutta þá töpuðum við öllum leikjunum en ég held að við getum gengið stoltir frá þessu móti. Við náðum að standa í flestum liðunum með hörkuvörn og góðri skotnýtingu Hauks. En fyrst og fremst var gaman að taka þátt í þessu. Ég leyfði mér að ræna þessum myndum frá Kristni og setja þær hér á síðuna. Restin af myndunum eru bæði á síðunni hans Kidda www.andmenning.com og á myndasíðunni minni. Kiddi bætti við skemmtilegum fyrirsögnum á myndirnar, endilega tjékkið á því.
Í ágúst verður víst haldið annað svona mót og þá er ekki spurning að við tökum aftur þátt. En þá ætla ég að muna eftir sólarvörninni þar sem að ég ligg í angist með rósarrauða flekki á bakinu eftir daginn.
Maza maza. Good times.
2 Comments:
Þetta var frábært! En nú tökum við á þessu, við vinnum einhverja leiki í ágúst :)
KT
Ekki spurning, bætum okkur um einn leik á hverju móti. Þá vinnum við eftir 9 mót. árið....
Skrifa ummæli
<< Home