fimmtudagur, apríl 20, 2006

Margir plúsar



Roni Size + Nasa + laugardagur + sviti + troðningur + alkóhól + villta parið (K+G) + Tiny dancer (Stebbi) + nett magafylli af grillkjöti = Dansandi Björn (Ég).
Já þetta var helvíti flott kvöld og aðra eins stemmningu er ógerlegt að finna nema fimmtudagskvöldin síðasta vetur á Grund. Nú er bara komið sumar. Gleðilegt sumar alle sammen. Dagurinn í dag fer víst í tiltekt og lærdóm, enginn göngutúr um götur bæjarins að heilsa upp á samborgarana. Enda er íbúðin eins og hér búi mæðginin úr fellunum sem heiðra 4. boðorðið til hins ýtrasta. Best að kippa því í liðinn og þrífa áður en ég fer að kalla Völu mömmu...

Sumarkveðja úr Reynifelli.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Já takk fyrir kvöldið maður, þetta var svona óvænt súperkvöld, fór rólega af stað, en hætti svo bara ekkert að batna með hverri mínútunni.

Frábært.

Kristinn

2:58 e.h.  
Blogger Óli said...

Takk sömuleiðis maður.

10:24 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home