Ég var orðinn smeykur...
..um að dóttir mín yrði ekki rauðhærð. En síðan gerðust undur og stórmerki í morgun þegar hún vaknaði með þessar ofboðslega fallegu rauðu krullur. Nú gæti lífið ekki verið betra. Hún er reyndar með svona hvíta rönd aftan á, en það er alltaf hægt að lita það bara.
Og hvað er svo búið að gerast á þessum 4000 dögum síðan ég bloggaði síðast. Það er svo margt að ég læt það flakka allt hér. Ég seldi íbúðina, vinn myrkranna á milli, læri endrum og eins, gengur ágætlega í skólanum, Matthildur er orðin Huge, Unnar keypti sér bíl, Garðar keypti sér bíl og margt margt fleira, Ívar flutti til útlanda, Við Vala versluðum okkur íbúð saman á Hagamel, það er reyndar ekki alveg gengið í gegn þannig að við krossum putta, fór í sveitina til Heiðu með Ingu, Ingibjörgu og my babies, fór í dýrindis steinasteik og spilakvöld hjá Kidda og Guðrúnu, komst ekki í steggjarpartýið hans Arnars Guðna, so sorry, Vala seldi bílinn, ég keypti hjól með stól fyrir barnið, keyptum ferð til spánar í júní, bætti á mig nokkrum kílóum, talaði mörgum sinnum við Örn sem er hress í útlöndum, grét úr mér augun á Brokeback mountain, mamma og Kiddi keyptu sér íbúð, uppgötvaði Death cab for cutie og plötuna þeirra Plans það gerðist margt margt fleira, en ég læt þetta duga í bili. Gleðilega páska og hafið það gott.
4 Comments:
Mikið er hún dóttir þín falleg með þetta rauða/svart-hvíta hár:-) Kominn tími til!
Finnst þér ekki!
Eg vona innilega ad thetta gangi hja ykkur med ibudina a Hagamelnum, eg sjalfur atti heima a Hagamelnum thegar eg var 4 - 7 ara og eg fae alltaf nostalgiu thegar eg hugsa um thad timabil. Frabaer stadur.
Thinn vinur - Bloggus Minimalis ;)
Bíddu er þetta Ívar. Ég bjóst nú ekki við að hitta þig hér, en þú er velkominn á Hagamelinn að upplifa nostalgiuna beint í æð hvenær sem er.
Skrifa ummæli
<< Home