föstudagur, apríl 21, 2006

Ryan Adams


Ég kynntist Ryan Adams fyrst þegar ég las grein um hann í morgunblaðinu fyrir nokkrum árum. í fyrstu rak ég augun nafnið og leist ekki á blikuna. Aðeins of mikil líking við kanadíska vin okkar hann Bryan. En í þessari grein var honum Ryan hrósað sem næstu vonarglætu rokksins og allir áttu að halda sér fast því að hann átti að springa fram á sjónarsviðið á næstunni. Ég held að það sé sanngjarnt að segja að það hafi ekki gerst. Eftir þessa grein stúderaði ég aðeins tónlist þessa manns og skildi ekki alveg fussið fyrr en ég hlustaði á frumraun hans Heartbreaker(2000). Tregafullt kántrý í bland við tregablandað rokkkántrý gerði það að verkum að þessi plata algjörlega steinlá í mínum eyrum. Ryan Adams verður seint talin latur einstaklingur og á næstu árum gaf hann út eina plötu á ári rúmlega og heilar þrjár á síðasta ári takk fyrir. En eftir frumraunina komu út plötur þar sem hann virðist hafa byrjað að færa sig frá uppruna sínum og viljað prófa nýja hluti fjarri sínu comfort sviði. Gold (2001) átti sína spretti og er þannig séð mjög góð plata, en fölnar eilítið í samanburði við Heartbreaker. Næstu tvær plötur botna ég ekkert í. Demolition (2002) og Rock N´ Roll (2003) gerðu það sennilega að verkum að Hr. Adams missti þetta fína rep sem hann var kominn með. Sennilega það og kannski sú staðreynd að hann neytti heróíns reglulega á þessum tíma (kannski gerir hann það enn, hver veit?). En árið 2003 kom út plata sem ég held mikið upp á og heitir Love is hell part 1. Að mínu mati var hann þarna að enda sína tilraunastarfsemi. Lögin eru meira mainstream og poppaðri en áður og textarnir eru miklu súrelískari en áður. Og að sjálfsögðu tekur hann commercial beygju með því að taka Wonderwall með Oasis, reyndar gerir hann það mjög vel. Seinna sama ár kom út Love is hell part 2. Ég verð að viðurkenna að ég hef ekki heyrt þessa plötu, þar sem að hún var bara hvergi fáanleg hér á landi. En ég get bara ímyndað mér að hún sé mjög góð. Þessum tveim plötum var síðan skellt saman í eina sem heitir nú bara Love is hell.
Árið 2004 kom út lítil plata sem heitir This is it, hann var víst e-ð að hanga með Strokes, en það eru fjögur lög á plötunni sem eru ekkert merkileg.

Þá erum við komin að ástæðunni fyrir þessari færslu. Ég var nánast hættur að spá í hann þegar ég náði mér í tvær af þrem plötum sem komu út árið 2005. Þetta eru plöturnar Jacksonville city nights og Cold roses, þriðja platan heitir 29 og veit ég ekkert um hana. Fyrst nefnda platan rann ekkert allt of vel niður þegar ég hlustaði á hana en ég ætla mér að gefa henni meiri áheyrn. Platan Cold roses aftur á móti er eins og rjómaís á sunnudegi í júlí. Heilsteypt plata sem er algjört afturhvarf til Heartbreaker. Maður gæti þess vegna þurrkað allt á milli út og ímyndað sér bara að þetta væri plata númer 2. En það má ekki. Lög eins og Sweet Illusions gera það að verkum að mig hlakkar til að hjóla af stað til vinnu á morgnanna.
Áfram Ryan Adams.

5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ég var einmitt búinn að nálgast slatta af Ryan Adams vegna umtalsins um hann, en aldrei lagst í að læra á hann, eftir þessa lesningu eru töluvert meiri líkur á að ég geri það :)

Kristinn

2:57 e.h.  
Blogger Óli said...

Mér líst vel á það, um að gera að hlusta á hann á mp3 formi í góðum göngutúr. Þannig síast hann vel inn.

10:25 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Aðeins búinn að leggjast yfir þetta, so far er ég virkilega hrifinn af Friends af Cold Roses. Ertu búinn að hlusta eitthvað á Jack Johnson? Hann er með ferlega gott sánd.

Hvernig ertu annars að fíla logoið þitt sem ég laumaði inn með evil klækjum? :)

KT

10:41 e.h.  
Blogger Óli said...

Þetta er bara alveg glæsilegt. Ég hélt einmitt að ég væri orðinn ruglaður og hefði sett þetta inn sjálfur og gleymt því svo. Svona er maður orðinn gamall, en takk fyrir þetta. Mjög flott.

10:56 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Já kom það til greina að þú hefðir gert þeta sjálfur og gleymt því, þú ert jafn slæmur og ég!

Annars gerði ég fyrst annan með bjór í hönd, en fannst svo réttara að hafa þig með gítar, verst að það var enginn kassagítar í boði, bara rafmagns...

Ég var reyndar að spá í að efna til samkeppni á andmenningunni um það hver gæti búið til skemmtilegasta Óla soutpark-karlinn.

KT

8:01 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home