mánudagur, apríl 24, 2006

Árshátíð

Fór á árshátið ÍTR á laugardag. Það væri ekki frásögum færandi nema hversu hryllilega leiðinleg ræðuhöld og skemmtiatriði voru á boðstólum. Maður sat þarna búinn að skella í sig næstum 3 bjórum í forsamkvæmi og tók þá ekki við 3 tíma borðhald þar sem hver skemmtikrafturinn tók orðið í pontu. Á svona stórri hátíð (700 manns mættu á svæðið) þá á bara að skella matnum í fólkið, eina ræðu og nokkur skemmtiatriði og svo bara hljómsveitin af stað. Ég gerði desperat tilraun til að hella í mig með Arnóri vini mínum þegar langt var liðið á kvöldið. Hann bauð upp á eyrnamerg í glasi með greipsafa, einnig þekkt sem campari í greip. Það bragðaðist reyndar alveg ótrúlega vel. Á sviðinu voru Snillingarnir að trylla líðinn með hverjum slagaranum á fætur öðrum. En þegar að góðvinkona mín hún María bauðst til að skutla mér í afmæli hjá öðrum snillingi sem heitir Ingibjörg (gömul landsliðskona úr handboltanum og stuðningsfulltrúi í samtökunum 78) þá hugsaði ég mig ekki tvisvar um og skellti mér af stað. Þar hitti ég mína heittelskuðu, sem var ásamt öðrum á svæðinu í samsöng og hópdansi. Allt þetta endaði svo fyrir 10 mínútum þegar það loksins rann af mér.

Ég áttaði mig bara alls ekkert á því að hann Ívar gamli vinur og Dominos bróðir er nú af landi brott farinn. Hann elur nú manninn í kóngsins köben ásamt fríðu föruneyti. Allt þetta gerðist svo hratt að hann kvaddi ekki kóng né prest og nú má guð einn vita hversu lengi hann mun dvelja burt frá oss. Ég vill hér með kasta kveðju á manninn ef hann les þetta og bið hann eða aðra að færa mér fréttir af honum ef einhverjar eru.

8 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ég skal taka að mér að hugsa um drenginn en bara til að hafa það á hreinu þá býr hann víst í Odense!

Kveðja Haukur

7:40 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hann Ívar þjáist skilst mér af (bloggus minimalis), en það lýsir sér í sérlega takmarkuðum áhuga á bloggi, og því ólíklegt að að hann rekist sjálfur á þessa kveðju, hinsvegar eru ábyggilega margir hér tilbúnir að koma henni áleiðis.

:)

KT

7:58 f.h.  
Blogger Ásta said...

Ég skal bara skila kveðju til hans í eigin persónu, er nefnilega boðin í mat til hans og Stínu á morgun í nýju íbúðina.
Hann var einmitt í mat hjá okkur um daginn og var svo dreginn með í poker með strákunum. Þeir Jákup fóru svo á casino eftir póker og unnu smá pening. Nema hvað þeir ákváðu að skella í sig einum durum á leiðinni heim. Þegar þangað var komið bað Ívar um chilli í sinn durum, og tyrkinn segir: "Það er gott fyrir kynlífið". Þá segir Ívar: "Áttu systur??"
Jákup var ekki lengi að draga hann með sér út aftur, enda var tyrkinn ekki árennilegur að sjá eftir þetta.....:D

2:06 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hæ og takk fyrir síðast. Það var nú ekki svona leiðinlegt á árshátíðinni....ég var að vísu ekki í matnum en dansaði og skemmti mér vel. By the way....eyrnamergsdrykkurinn sem ég smakkaði hjá þér var hreinn viðbjóður, bara svo það sé nú á hreinu.

Kveðja María

10:47 f.h.  
Blogger Óli said...

Já maður er alltaf jafn fljótur að svara commentum hér.
Takk fyrir þessar upplýsingar Haukur, þá veit ég það og treysti því að þú passir drenginn. Einnig máttu kasta kveðju á bróður þinn næst þegar þú heyrir í honum. Til hamingju frá mér.

KT: Ég skil, þannig að hann er ekki vís til þess að lesa þetta blogg.

ÁT: Shit, e-ð svo týpísk saga af íslendingi í DK. Biddu Jákup að passa upp á hann og kannski að teipa fyrir þverrifuna á honum á skemmtanalífinu.

MÓ: Það er rétt hjá þér elskan, þetta var ágætt og drykkurinn var fucking ógeð.

9:55 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

ÉG vil aðeins fá betri útskýringu á þessu '78 dæmi....er eg lesbó:O

Bibban

12:53 e.h.  
Blogger Óli said...

Nei alls ekki meint þannig, ég átti við samband þitt við sambýlismann þinn.

10:05 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hæ Óli og takk fyrir kveðjuna inni á síðunni hennar Sóldísar.
Ég hef verið að fylgjast með ferðalagi ykkar með Matthildi Öglu síðan í haust og sé líka reglulega myndir af þeim mæðgum hjá Ösp frænku minni, en hún eignaðist tvíbura fyrir tímann líka. Frábært að sjá hvað hún dafnar :o)
Kveðja frá Kóngsins

10:31 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home