Árshátíð
Fór á árshátið ÍTR á laugardag. Það væri ekki frásögum færandi nema hversu hryllilega leiðinleg ræðuhöld og skemmtiatriði voru á boðstólum. Maður sat þarna búinn að skella í sig næstum 3 bjórum í forsamkvæmi og tók þá ekki við 3 tíma borðhald þar sem hver skemmtikrafturinn tók orðið í pontu. Á svona stórri hátíð (700 manns mættu á svæðið) þá á bara að skella matnum í fólkið, eina ræðu og nokkur skemmtiatriði og svo bara hljómsveitin af stað. Ég gerði desperat tilraun til að hella í mig með Arnóri vini mínum þegar langt var liðið á kvöldið. Hann bauð upp á eyrnamerg í glasi með greipsafa, einnig þekkt sem campari í greip. Það bragðaðist reyndar alveg ótrúlega vel. Á sviðinu voru Snillingarnir að trylla líðinn með hverjum slagaranum á fætur öðrum. En þegar að góðvinkona mín hún María bauðst til að skutla mér í afmæli hjá öðrum snillingi sem heitir Ingibjörg (gömul landsliðskona úr handboltanum og stuðningsfulltrúi í samtökunum 78) þá hugsaði ég mig ekki tvisvar um og skellti mér af stað. Þar hitti ég mína heittelskuðu, sem var ásamt öðrum á svæðinu í samsöng og hópdansi. Allt þetta endaði svo fyrir 10 mínútum þegar það loksins rann af mér.
Ég áttaði mig bara alls ekkert á því að hann Ívar gamli vinur og Dominos bróðir er nú af landi brott farinn. Hann elur nú manninn í kóngsins köben ásamt fríðu föruneyti. Allt þetta gerðist svo hratt að hann kvaddi ekki kóng né prest og nú má guð einn vita hversu lengi hann mun dvelja burt frá oss. Ég vill hér með kasta kveðju á manninn ef hann les þetta og bið hann eða aðra að færa mér fréttir af honum ef einhverjar eru.