laugardagur, febrúar 11, 2006

Hvert stefnir þú fagra veröld?

Ég er tengdur inn í tvö dæmi af skítablaðamennsku. Í fyrsta lagi lenti hún Vala mín í leiðindaviðtali hjá Fréttablaðinu um síðustu helgi sem hún kærði sig ekkert um. Hún hringdi daginn eftir og bað þá vinsamlegast um að birta þetta ekki og hún var fullvissuð um að svo yrði. En í dag kemur svo þessi afbakaða, misvísandi og asnalega grein þar sem hún er látin hljóma eins og hún sé handritshöfundur Djamm 101 með hnakkamellunni. Þetta viðtal kom vægast satt illa út og var að mestu leyti tómt bull miðað við hvað hún sagði. Allir á heimilinu frekar súrir yfir þessu öllu saman. Spurning hvað sé hægt að gera í þessu máli, annað en að skammast í þeim. Hitt dæmið sem ég lenti tengist vinnunni og ég vill ekki vera að tala of mikið um það á þessu stigi. En málið snýst um blaðasnepil sem heitir Sirkus Rvk og afar ósmekklega spurningu sem þeir létu flakka í síðasta blaði.

Fight the Power!

kveðja

fimmtudagur, febrúar 09, 2006

Bastard

Það besta við að vera í skóla er að þá kann maður svo vel að meta að hanga. Núna t.d. ætti ég að vera sveittur að gera verkefni í skólanum, en í staðinn hefur Kiddi a.k.a. bastard klukkað mig í e-m bloggleik. Þar sem að ég nenni engan veginn að fara að læra þá ætla ég að taka þátt.

4 sjónvarpsþættir sem ég elska að glápa á:

Friends - klikkar aldrei, klassískt stuff
Rockstar INXS - gaman að sjá alla þessa "rokkara", vonandi kemur önnur sería með Nirvana. jis.
Behind the music - Oasis þátturinn kveikti í mér og síðan gerði RHCP útslagið.
Lost - þótt að þeir séu farnir að þynnast allverulega.

4 kvikmyndir sem ég horfi á aftur og aftur:



When harry met Sally - tímalaus klassík
Notting hill - e-ð svo skemmtilega sjarmerandi við þessa mynd
Star wars - allar gömlu myndirnar, þær kveikja á nostalgíu trippi
Reservoir dogs - svalir menn með byssur

4 heimasíður sem ég skoða daglega

www.frostaskjol.is/draumaland - vinnan
www.grojbalav.blogspot.com - lufsan
www.magla.barnaland.is - bebe
www.fotbolti.net

4 uppáhalds máltíðir

Lobster alfredo pasta á Ruby Tuesday
Allt sem er á matseðlinum á Argentínu
Gordon blue sem pabbi gerði alltaf
Pizza S á eldsmiðjunni

4 geisladiskar sem ég get hlustað á endalaust

Jeff Buckley - Grace
Ryan Adams - Heartbreaker
Bob Dylan - Blood on the tracks
Coldplay - X og Y, allavega í augnablikinu líður mér þannig

4 sem ég næli í

Vala
Örn
Sigga og Jeff

þriðjudagur, febrúar 07, 2006

The camera really addes 10 pounds...

Viðtalið var sýnt í dag á NFS. Það er hægt að nálgast það ef þið eruð áhugasöm á visir.is undir veftv, síðan er valið nfs og fréttavaktin fyrir hádegi. Það er alveg magnað að það er satt...myndavélin bætir á mann 10 kílóum, jafnvel 20 í mínu tilviki. Bara ef þið eruð að pæla í því þegar þið horfið á þetta. Ég er ekkert svona þetta er myndavélin...svona spes nýtísku breiðlensur....

hummmm

kveðja

Óli

föstudagur, febrúar 03, 2006

Was happening!

Mættur til leiks á ný er maður greindur með eindæmum, mjúkur sem skógarbjörn og ofboðslega vel kýldur að neðan! Get ekki annað en byrjað að röfla aðeins yfir þessum aumingjum í handboltanum. Týpískt fyrir íslenskt landslið í hvaða boltaíþrótt sem er. Best að byggja upp þvílíkar vonir. Ég sá dökk ský á lofti þegar byrjað var að tala um að þurfa að vinna norsarana með sem mestum mun og bla bla bla. Það kom bara ekki til greina að tapa á móti þeim, en sá er sjálfum sér verstur er talar drengilega út um endaþarm, eins og skáldið Jónas mælti. Það eru ekki góðir hlutir að gerast í neinni íþrótt sem ég fylgist með. United í meðalmennsku, Ajax eru 6 ft under og aftureldin í kvennahandboltanum gætu alveg verið að gera betri hluti. En hvað um það. Ég og Valgerður Björg höfum verði boðuð í viðtal á sjónvarpsstöðinni NFS til að ræða um undrið sem er barnið okkar. Þetta er víst fyrir morgunsjónvarpið hjá þeim, þannig að endilega tjékkið á þessu í næstu viku. Talandi um undrið þá er hún alveg ROSA stór orðin, tæp 8 kíló og með fellingar fleiri en ég kann að telja. Þær mæðgur þurftu reyndar að eyða tveimur síðustu nóttum inn á spítala vegna smá sýkingar, sem var ekkert alvarlegt. Hún var bara með smá nál í höfðinu og svona húfu eins og formúlu 1 gaurarnir eru með. Jæja best að fara að drífa sig bara í háttinn, þar sem maður þarf að vakna eldhress á morgun og fara að kíkja í bók.

P.s. ég gef skít í þetta kúkaidol.