laugardagur, febrúar 11, 2006

Hvert stefnir þú fagra veröld?

Ég er tengdur inn í tvö dæmi af skítablaðamennsku. Í fyrsta lagi lenti hún Vala mín í leiðindaviðtali hjá Fréttablaðinu um síðustu helgi sem hún kærði sig ekkert um. Hún hringdi daginn eftir og bað þá vinsamlegast um að birta þetta ekki og hún var fullvissuð um að svo yrði. En í dag kemur svo þessi afbakaða, misvísandi og asnalega grein þar sem hún er látin hljóma eins og hún sé handritshöfundur Djamm 101 með hnakkamellunni. Þetta viðtal kom vægast satt illa út og var að mestu leyti tómt bull miðað við hvað hún sagði. Allir á heimilinu frekar súrir yfir þessu öllu saman. Spurning hvað sé hægt að gera í þessu máli, annað en að skammast í þeim. Hitt dæmið sem ég lenti tengist vinnunni og ég vill ekki vera að tala of mikið um það á þessu stigi. En málið snýst um blaðasnepil sem heitir Sirkus Rvk og afar ósmekklega spurningu sem þeir létu flakka í síðasta blaði.

Fight the Power!

kveðja

2 Comments:

Blogger Nína said...

Mér finnst þetta bara frekar slappt power hjá þeim, þeir hefðu átt að hóta henni með el mafíos í staðninn, þá hefði ég tekið ofan.

4:26 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

hvert stefnir þetta fagra blogg segi ég nú bara.. :)
annars vildi ég bara kasta á þig kveðju og segja þér að það verður hærra verð á sýn í júní.
þeir eru að bjóða bindingu og þá sleppur fólk við þessa hækkun.
vildi bara láta þig vita af þessu.
kv. arna

7:46 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home