föstudagur, desember 30, 2005

Týndur sími


SSjjjúklega langt síðan ég skrifaði síðast. En ég ætlaði bara rétt að segja frá því að ég týndi símanum mínum í gær og hef lokað honum í bili. Ég býst við að kaupa nýjan síma á morgun. Hægt er að ná í mig í heimasímanum 517 9614 og vinnusímanum 695-5062.

þriðjudagur, desember 13, 2005

Farinn í jailið.

Þá er maður að reyna að snúa sólarhringnum við, en það er ekki auðvelt eftir margra vikna svefnrugl. Reyni eftir bestu getu að vakna fyrir 9 eftir svefnlitlar nætur með huggulega barnið undir arminum. Fleira skemmtilegt að gerast, því að Örn kemur heim á miðvikudag í gott jólafrí. Talandi um jólin þá fórum við með prinsessuna í vagni niður í bæ og versluðum nánast allar jólagjafir á einu bretti. Ég held ég hafi bara aldrei verið svona snemma í því, maður er svo mikill fjölskyldukall. Eyddi síðustu helgi í það að keyra út jólakort, sat allt föstudagskvöldið og skrifaði kort og keyrði svo út á laugardaginn. The times the are a changing. Í fyrra hefði ég verið fullur út í skurði á þessum tíma árs, drekkandi til að horfast ekki í augu við hátíðarnar. En núna brosir maður bara með barnavagninn á undan, pelann í annarri og feitann visareikning í hinni. Og um leið og hann kom og öll sund lokuð, þá ákveður húsfélagið að fara út í viðgerðir. Jibbí og gleðileg jól. Ég mun blogga frá kvíabryggju eftir jól eftir allt fjármálahneykslið. Gaman að kynnast ykkur öllum.

miðvikudagur, desember 07, 2005

Þó líði ár og öld....

þá er allt of langur tími síðan síðasta færsla leit dagsins ljós. Hvað á maður svo sem að gera þegar mjúsið leggst ekki yfir mann. Þá les maður til dæmis bók? Og ég gerði það. Bókina um John Lennon eftir Cynthiu. Ég get bara ómögulega skilið af hverju hún er svona lítið auglýst en e-r önnur bók um Lennon er auglýst daglega. Það er alveg einstakt að fá að lesa um þessa tíma úr innsta hring. Hún Cynthia greyið var náttúrulega með front seat view að svo mörgu sem gerðist. Helvítis fíflið hann John er það eina sem maður hugsar eftir þennan lestur. Hann er nú ekki allur þar sem hann er séður og ekki kannski sá sem ætti að vera að prédika um ást, einingu og frið. Maður sem gat ekki einu sinni haldið eðlilegu sambandi við son sinn og kom fram við fjölskylduna sína eins og skít. Að sjálfsögðu er hún nett bitur konan, en það breytir því ekki að þetta gerðist og hún græðir sennilega ekkert á því að ljúga. Ég trúi henni. Ú á Lennono.
Og hvað er hægt að gera annað. Horfa á stevie the tv. Fór í gegnum fyrstu seríu af 24 og átti erfitt með að pissa ekki í buxurnar af spenningi. Jack Bauer baby!

Itte rassahasshai