þriðjudagur, desember 13, 2005

Farinn í jailið.

Þá er maður að reyna að snúa sólarhringnum við, en það er ekki auðvelt eftir margra vikna svefnrugl. Reyni eftir bestu getu að vakna fyrir 9 eftir svefnlitlar nætur með huggulega barnið undir arminum. Fleira skemmtilegt að gerast, því að Örn kemur heim á miðvikudag í gott jólafrí. Talandi um jólin þá fórum við með prinsessuna í vagni niður í bæ og versluðum nánast allar jólagjafir á einu bretti. Ég held ég hafi bara aldrei verið svona snemma í því, maður er svo mikill fjölskyldukall. Eyddi síðustu helgi í það að keyra út jólakort, sat allt föstudagskvöldið og skrifaði kort og keyrði svo út á laugardaginn. The times the are a changing. Í fyrra hefði ég verið fullur út í skurði á þessum tíma árs, drekkandi til að horfast ekki í augu við hátíðarnar. En núna brosir maður bara með barnavagninn á undan, pelann í annarri og feitann visareikning í hinni. Og um leið og hann kom og öll sund lokuð, þá ákveður húsfélagið að fara út í viðgerðir. Jibbí og gleðileg jól. Ég mun blogga frá kvíabryggju eftir jól eftir allt fjármálahneykslið. Gaman að kynnast ykkur öllum.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Já það er tær snilld að vera búinn með jólagjafirnar svona snemma. Og ekki sé minnst á fjandans jólakortin líka (já maður verður að skrifa þau :)
Kom Lalla upp á bragðið í fyrra og hann sagði að svona yrði þetta alltaf framvegis. HEHEHE Fyndna við það að hann sagði nákvæmlega það sama í ár! Held hann gleymi þessu bara milli ára. En þá getur hann verið þakklátur mér ár eftir ár. Ekki kvarta ég HA HA HA HA HA HA..

Hafið það sem allra best og gleðileg jól öllsömul, Við í Eskilstuna Sverige

4:10 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home