miðvikudagur, desember 07, 2005

Þó líði ár og öld....

þá er allt of langur tími síðan síðasta færsla leit dagsins ljós. Hvað á maður svo sem að gera þegar mjúsið leggst ekki yfir mann. Þá les maður til dæmis bók? Og ég gerði það. Bókina um John Lennon eftir Cynthiu. Ég get bara ómögulega skilið af hverju hún er svona lítið auglýst en e-r önnur bók um Lennon er auglýst daglega. Það er alveg einstakt að fá að lesa um þessa tíma úr innsta hring. Hún Cynthia greyið var náttúrulega með front seat view að svo mörgu sem gerðist. Helvítis fíflið hann John er það eina sem maður hugsar eftir þennan lestur. Hann er nú ekki allur þar sem hann er séður og ekki kannski sá sem ætti að vera að prédika um ást, einingu og frið. Maður sem gat ekki einu sinni haldið eðlilegu sambandi við son sinn og kom fram við fjölskylduna sína eins og skít. Að sjálfsögðu er hún nett bitur konan, en það breytir því ekki að þetta gerðist og hún græðir sennilega ekkert á því að ljúga. Ég trúi henni. Ú á Lennono.
Og hvað er hægt að gera annað. Horfa á stevie the tv. Fór í gegnum fyrstu seríu af 24 og átti erfitt með að pissa ekki í buxurnar af spenningi. Jack Bauer baby!

Itte rassahasshai

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

gaman að segja frá því að keifer sutherland verður með tónleika á grand rokk 23. des.

7:36 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Þessi bók er mikið mikið betri, ef þú tékkar á book reviews í proquest 5000 þá sérðu það. Svo er líka þýðandinn Steinþór Steingrímsson mikill snillingur!

Garðar Guðjónsson

2:10 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home