laugardagur, apríl 05, 2008

Hlaupabóla



Það eru búnar að vera sérstakar vikur þessar síðustu, þar sem að hver veikin á fætur annarri hefur herjað á heimasætur hér á Hagamel. Matthildur fékk hlaupabóluna fyrir tveimur vikum, en slapp nú frekar vel verður að segjast. Bólurnar urðu aðeins örfáar og hurfu jafn snögglega og þær birtust. Þegar hlaupabólan var farin fengum við foreldrarnir bæði e-a ógeðis sólarhringspest. Þetta var á laugardaginn í síðustu viku og ég vil bara taka það fram að þetta er eitt það versta sem ég hef lent í. Að vera með 39'C með tvö lítil börn er hörmung.



Maður lá í sófanum eða á gólfinu og reyndi að hafa ofan fyrir börnunum í algjöru móki. En sem betur fer tók pestin ekki lengri tíma en raun bar vitni að ganga yfir.



Í byrjun þessarar viku gerðist það sem við óttuðumst, Nói greyið fékk hlaupabólu. Við vorum nokkuð viss um að þetta myndi gerast og hugsuðum bara að kannski væri gott fyrir hann að ljúka þessu af svona ungur. Reyndar hefur hann átt mjög erfitt greyið eins og lesa má um hér:
http://www.matthildurognoi.barnaland.is/vefbok/
Samt sem áður er hann sáttur ef hann fær að borða beinið sitt í friði



Matthildur er mjög jákvæð týpa og er vön að setja upp bjartsýnisgleraugun á svona krísutímum. Hún er líka svo ánægð að hafa loksins getað farið aftur í leikskólann og hitt vini sína, eftir að hafa setið hér heima og horft á Dóru landkönnuð út í óendanleikann. Svo fékk hún líka að fara að sjá Norton í bíó, en hún hefur verið að segja öllum sem hún hittir upp á síðkastið "Þegar ég búin hlaupabólu...AÐ sjá fílinn". Sem útleggst á fullorðinsmáli "Þegar ég er búin með hlaupabólu þá ætla ég að fara í bíó að sjá fílinn (norton). Skemmst er að segja frá því að auglýsingarnar í bíó voru svo hátt stilltar og alls ekki við hæfi svona ungra barna, að Matta varð sjúklega hrædd og þurfti bara að yfirgefa salinn. Frekar glatað. En hún var nú samt frekar sátt.



En aftur að Nóa. Þessi hlaupabóla reyndist svo vera svaðalegt tilfelli. Ég hef nú bara aldrei vitað annað eins.



Eins og má sjá á þessari mynd þarf að maka á hann Kalmínáburði til að minnka kláðan. Það eru bólur ÚT UM ALLT. Fullt á hausnum á honum, á maganum, bakinu, bleyjusvæðinu og í andlitinu.



Það er svo erfitt að horfa á hann þar sem hann getur ekki klórað sér en langar greinilega svo til þess. Hann á erfitt með að sofa, (sem þýðir þá að við sofum heldur ekki - sérstaklega Vala - núna eru komnar fjórar nætur) og er mjög pirraður.



En við vonum bara að þetta versta sé yfirstaðið, en mér finnst allavega dagurinn í dag vera sá besti hingað til. Við skulum bara segja að þetta hafi náð hámarki í gær og nú taki batinn við. Og vonandi ljúfur svefn fyrir alla í fjölskyldunni svona eins
og þessi ljúfi drengur fyrr í kvöld.

7 Comments:

Blogger Ásta said...

Ojjj greyin! Mér finnst við hafa verið í gegnum nóg síðustu vikurnar, en við erum amk bara með eitt veikt barn! Og erum ekki búin að vera veik bæði í einu, heldur í sitt hvoru lagi, sem betur fer.
Samúðarkveðjur til ykkar, og vonandi fer pestunum að ljúka:)

4:53 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

I feel your pain - við lentum í þessu með Bjarka Má þegar hann var tæplega eins árs. Eydís Ósk byrjaði og fékk vægt tilfelli en Bjarki Már varð svakalegur eins og sjá má hér http://eydisosk.barnaland.is/album/327116/img/20060408161003_12.jpg
Vonandi fer þetta að lagast - en mínum virtist líða best í baði þegar hann var svona -svo hann var bara þar meira og minna. kv.María

8:56 e.h.  
Blogger a.tinstar said...

gott blogg óli! stórkostleg færsla, ég kakklaði eins og norn. guð hvað ég er fegin að ég er ekki sú eina sem þarf að fara með heim í miðju bíó. það var haustið 1984 og e.t. var heimsfrumsýndur. mér leist nú ekki á blikuna i byrjun myndar er e.t. hóf að anda ótt og títt er hann hljóp undan yfirvöldum. önnur eins hryllingshljóð hafði ég aldrei heyrt. rétt fyrir hlé er hann tók svo að ota þessum viðbjóðslega, langa putta að mér sem leit út eins og moore sígaretta, þá var mér allri lokið og ég vildi heim! og heim fór ég. ég var lengi að jafna mig á þessu öllu og man ég þennan andardrátt svo lengi sem ég lifi. það undarlega er að eins viðbjóðslegur og mér þótti hann þá vorkenndi ég honum líka. í seinni tíð hef ég hugsað hvað ég vil þakka debru winger fyrir margar andvökunætur og grátköst og hvernig ég geri það ef ég hitti hana á förnum vegi----en mér finnst e.t æði í dag svo matthildur ætti að jafna sig á næstu 11 árum, give or take 6

11:32 e.h.  
Blogger Óli said...

JÍBES....sorry hvað ég er lengi að svara kommentum. Ég get ekkert sagt mér til vægðar. Skjótið mig í báðar hnéskeljar.

Ásta: Takk fyrir það Ásta mín, ég vona að allt gangi vel hjá ykkur.

María: Baðið var einmitt góður staður fyrir drenginn, virtist fíla sig vel þar. En ég vona að allt gangi vel með brúðkaupsundirbúning.

Tinna: Það er gott að uppahálds...frænkan/besti vinur/guðmóðir..hvað á maður að kalla þig.. geti útskýrt fyrir Matthildi að this kind of thing happens to the best of ´em. BTW takk fyrir kökurnar í dag, þær voru sjúklega sætar og góðar.
Kveðja

Óli

7:10 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Αρρreciate the recοmmenԁatiοn.
Let me try it out.

Here is my blog how to make money uying and selling cars

1:52 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Тhanks foг your marvelous posting! I
really enjοyeԁ reaԁіng it,
you're a great author.I will ensure that I bookmark your blog and will come back very soon. I want to encourage you to definitely continue your great job, have a nice holiday weekend!

My site :: how to buy and sell cars for profit

1:57 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

ωhоаh thiѕ weblοg is excellent i love ѕtudyіng
уοur pоsts. Ѕtау uр thе great wοгk!
You knoω, many people are hunting гound for thіs
informatiοn, yоu cаn aiԁ thеm gгеatly.



Ϲhecκ out my web page: how to buy and sell cars for profit

6:38 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home