Its coming home...
Bebe´s coming home.
Já þau mæðgin hafa fengið grænt ljós á að koma heim á morgun. Þar sem að búið er að útskrifa litla, er ekkert point fyrir Völu að vera að hanga þarna. Miklu betra að vera heima í faðmi fjölskyldunnar. Þar með verður þessari þrautargöngu, sem er sjúkrahúsvist, lokið.
Ég erfitt með að skilja hvernig konur eiga að hvílast við þessar aðstæður sem eru á fæðingardeildinni. Ýmist eru tveir til sex í herbergi með jafnmörgum börnum. Það gefur augaleið að svefnfriður er lítill og frekar lítið prívací.
En það sem mér þykir taka botninn úr þessu öllu saman, er að mæðurnar þurfa nánast algjörlega að sjá um börnin sjálfar. Í gamla daga voru börnin í svona herbergi þar sem maður gat skoðað þau í gegnum glerplötu og starfsfólkið sá um börnin að mestu leyti. Ekki að það sé e-ð frábært en það ætti nú að vera hægt að fara smá milliveg í þessu.
Vala, alveg ósofin, spurði um daginn hvort að þær gætu tekið hann til sín yfir nóttina svo hún gæti sofið. Þá var henni tjáð að þær gætu það, en hann yrði þá frammi í móttöku með þeim og þær gætu ekki ábyrgst að einhver væri með hann allan tímann!! Starfsfólkið væri víst alltaf á ferðinni.
Hmmm...já ok endilega taktu hann bara.
(Þetta er ekkert grín...það er rautt í þessu hári!)
En auðvitað á maður að vera þakklátur fyrir allt þetta góða starf sem unnið er á spítlananum. Mér fannst þetta bara svolítið merkilegt.
En það eru fleiri hlutir sem maður á að vera þakklátur fyrir. Eins og...
Sprengjuhöllin: Nýja upphálds mitt. Hver verður ekki upplífgaður að heyra orðin "Og Glúmur er róni frá Neskaupstað, sem drakk í sig lífið óvandað og hvað með það" tra la la.
Knocked up: bjóst ekki við neinu en mjög hlæjable mynd. Hefði líka getað heitið "Árið 2005 í lífi Völu og Óla". Kannski hefðu ekki margir fattað titilinn?
Californiacation: David Duccoducco úr x-files fer algjörlega á kostum í þessum mjög svo vel skrifuðu þáttum. Ég held að þeir séu alveg að byrja á Skjá einum. Ekki missa af. Must see.
www.facebook.com: Mesti tímaþjófur síðan heróínið kom á markað. Fullt af endalaust skemmtilegu stuffi til að gera og allir vinir manns eru þar líka. Jéei.