fimmtudagur, september 27, 2007

Its coming home...

Bebe´s coming home.
Já þau mæðgin hafa fengið grænt ljós á að koma heim á morgun. Þar sem að búið er að útskrifa litla, er ekkert point fyrir Völu að vera að hanga þarna. Miklu betra að vera heima í faðmi fjölskyldunnar. Þar með verður þessari þrautargöngu, sem er sjúkrahúsvist, lokið.



Ég erfitt með að skilja hvernig konur eiga að hvílast við þessar aðstæður sem eru á fæðingardeildinni. Ýmist eru tveir til sex í herbergi með jafnmörgum börnum. Það gefur augaleið að svefnfriður er lítill og frekar lítið prívací.



En það sem mér þykir taka botninn úr þessu öllu saman, er að mæðurnar þurfa nánast algjörlega að sjá um börnin sjálfar. Í gamla daga voru börnin í svona herbergi þar sem maður gat skoðað þau í gegnum glerplötu og starfsfólkið sá um börnin að mestu leyti. Ekki að það sé e-ð frábært en það ætti nú að vera hægt að fara smá milliveg í þessu.
Vala, alveg ósofin, spurði um daginn hvort að þær gætu tekið hann til sín yfir nóttina svo hún gæti sofið. Þá var henni tjáð að þær gætu það, en hann yrði þá frammi í móttöku með þeim og þær gætu ekki ábyrgst að einhver væri með hann allan tímann!! Starfsfólkið væri víst alltaf á ferðinni.
Hmmm...já ok endilega taktu hann bara.


(Þetta er ekkert grín...það er rautt í þessu hári!)

En auðvitað á maður að vera þakklátur fyrir allt þetta góða starf sem unnið er á spítlananum. Mér fannst þetta bara svolítið merkilegt.

En það eru fleiri hlutir sem maður á að vera þakklátur fyrir. Eins og...

Sprengjuhöllin: Nýja upphálds mitt. Hver verður ekki upplífgaður að heyra orðin "Og Glúmur er róni frá Neskaupstað, sem drakk í sig lífið óvandað og hvað með það" tra la la.

Knocked up: bjóst ekki við neinu en mjög hlæjable mynd. Hefði líka getað heitið "Árið 2005 í lífi Völu og Óla". Kannski hefðu ekki margir fattað titilinn?

Californiacation: David Duccoducco úr x-files fer algjörlega á kostum í þessum mjög svo vel skrifuðu þáttum. Ég held að þeir séu alveg að byrja á Skjá einum. Ekki missa af. Must see.

www.facebook.com: Mesti tímaþjófur síðan heróínið kom á markað. Fullt af endalaust skemmtilegu stuffi til að gera og allir vinir manns eru þar líka. Jéei.

miðvikudagur, september 26, 2007

Fleiri myndir

Hérna koma aðeins fleiri myndir af new bebe.



Hér fær Vala drenginn í hendurnar skömmu eftir að hann kom af vökudeild.



Hér hitti Matta bróðir sinn í fyrsta sinn. Hún tók bara utan um hann og kyssti.



Hr. Ólafur Garðar Bári Valgerðarson Ólafsson (Hugmyndir frá okkar kæru vinum) í prófíl



Matthildur og mamma að skipta á litla bróðir

Ég hef ekkert verið að koma með e-a nákvæma fæðingarsögu. Ástæðan fyrir því er sú að Vala og litli er ennþá upp á spítala og ég vildi nú fá hana með mér í þetta. En í stuttu máli þá tók fæðingin mjög langan tíma og hann var tekinn með keisaraskurði eftir u.þ.b. 16 tíma á fæðingarganginum.
Ég fékk að vera viðstaddur keisaraskurðinn, sem var alveg hreint magnað. Mér leið eins og ég væri í ER þætti. En hann kom svona glimrandi flottur út og Vala er bara nokkuð hress eftir þetta allt saman. Hann fór aðeins upp á vöku, en það var nú meira formsatriði en annað. Þau fá svo vonandi að koma heim á föstudaginn en það tekur alltaf smá tíma að jafna sig eftir svona uppskurð.
Ég ætla þó að segja þetta að lokum, og ég kvóta í móður mína. Eftir að hafa orðið vitni að þessari svakalegu fæðingu, þá held ég að ef karlmenn myndu sjá um að fæða börn þá væri engin hætta á offjölgun í heiminum. Það yrði bara eitt barn á fjölskyldu, í mesta lagi.
Fyrir þær konur sem hafa upplifað þetta, ég ber mikla virðingu fyrir ykkur og fyrir þær sem eiga eftir að gera þetta. Hvað getur maður sagt...

þriðjudagur, september 25, 2007

Má ég kynna...



Son okkar, Ónefndur Ólafsson. Fæddur kl. 4:08 25.9.07 og var 4695 gr (tæpar 19 merkur) á þyngd og 52,5 cm lengd.



Spenntir foreldrar



Stoltur pabbinn heilsar upp á strákinn sinn.

Nánari lýsing á fæðingarferlinu kemur síðar.

mánudagur, september 24, 2007

Fjölgun í familien

Ok, ég veit að það er ár og öld síðan ég bloggaði síðast og gæti ég talist nokkuð bjartsýnn að halda að nokkur maður sé ennþá að kíkja hér inn. En allavega mér fannst ég tilneyddur til að koma með smá update, þar sem margt og mikið hefur verið að gerast. Í kvöld fór þessi dama í næsturpössun til Tinnu og Lilju. Tilefnið var væntanleg fæðing lille baby. Eftir að við Valgerður kvöddum Matthildi með kossum og knúsum fórum við upp á spítala þar sem að Valgerður var lögð inn. Planið er að setja hana af stað í kvöld og ég var svo bara sendur heim að bíða. Mjög líklega fer því e-ð að gerast í nótt eða í fyrramálið. Þannig að við getum áætlað að þann 24. september munum við Valgerður eignast okkur annað barn. Massívt. Hér er svo önnur mynd af prinsepessa Allavega við látum vita um leið og e-ð gerist. Ég bæti líka við hér fyrir neðan myspace síðunni hjá Fussumsvei, sem er frábært ættarmótaband. Ég er meðlimur. En ég skil við ykkur í bili. Setti nokkrar nýjar myndir inn á myndasíðuna. Verð í bandi.