miðvikudagur, september 26, 2007

Fleiri myndir

Hérna koma aðeins fleiri myndir af new bebe.



Hér fær Vala drenginn í hendurnar skömmu eftir að hann kom af vökudeild.



Hér hitti Matta bróðir sinn í fyrsta sinn. Hún tók bara utan um hann og kyssti.



Hr. Ólafur Garðar Bári Valgerðarson Ólafsson (Hugmyndir frá okkar kæru vinum) í prófíl



Matthildur og mamma að skipta á litla bróðir

Ég hef ekkert verið að koma með e-a nákvæma fæðingarsögu. Ástæðan fyrir því er sú að Vala og litli er ennþá upp á spítala og ég vildi nú fá hana með mér í þetta. En í stuttu máli þá tók fæðingin mjög langan tíma og hann var tekinn með keisaraskurði eftir u.þ.b. 16 tíma á fæðingarganginum.
Ég fékk að vera viðstaddur keisaraskurðinn, sem var alveg hreint magnað. Mér leið eins og ég væri í ER þætti. En hann kom svona glimrandi flottur út og Vala er bara nokkuð hress eftir þetta allt saman. Hann fór aðeins upp á vöku, en það var nú meira formsatriði en annað. Þau fá svo vonandi að koma heim á föstudaginn en það tekur alltaf smá tíma að jafna sig eftir svona uppskurð.
Ég ætla þó að segja þetta að lokum, og ég kvóta í móður mína. Eftir að hafa orðið vitni að þessari svakalegu fæðingu, þá held ég að ef karlmenn myndu sjá um að fæða börn þá væri engin hætta á offjölgun í heiminum. Það yrði bara eitt barn á fjölskyldu, í mesta lagi.
Fyrir þær konur sem hafa upplifað þetta, ég ber mikla virðingu fyrir ykkur og fyrir þær sem eiga eftir að gera þetta. Hvað getur maður sagt...

8 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Æðislegar myndir - innilega til lukku aftur. Og ég tek undir með þér --> karlar gætu þetta aldrei :-) Kv.María

10:33 e.h.  
Blogger Ásta said...

Gaman að sjá fleiri myndir!
Takk, ég tek þetta beint til mín eftir mínar 32 tíma hríðar án mænudeyfingar;) hehehe Þetta er rosalegt, sem betur fer gleymir maður þessu fljótt og vill fleiri!:)
Gott að öllum heilsast vel!
Kv Ásta

5:59 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

ohh en ædislegt...tad eru alveg rosalega myndarleg bornin sem tid eigid..gott ad konurnar gleymi tvi tid verdid greinilega ad koma med fleiri...hlakka til ad heyri i ykkur snudar...kossar og ast yfir hafid bibban

7:01 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

ooo, fékk að sjá hann live í gærkvöldi og hvað geturmaður sagt, fallegur er hann á myndunum en þúsundsinnum fallegri í eigin persónu, Dæs...hehe

Já við konurnar erum sko hörkutól þegar kemur að þessum fæðingum, við erum líka svo fljótar að gleyma;) Þess vegna koma fleiri.

Kveðja Ösp

9:06 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Já ég er sammála þér Ösp hann er yndislegur ..
Svo sléttur og fínn og rosalega svipsterkur..
Hlakka til að knúsa hann aftur eftir heimkomu.
Kveðja Linda

10:18 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

bibban deyr úr afbryðissemi...dey...langar svo að knúsa hann...ohh dæs og aftur dæs

3:49 e.h.  
Blogger Óli said...

Takk fyrir þetta allt saman dömur. Þið eruð alltaf velkomnar á Hagamelinn til að kíkja á prinsinn.

12:42 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hann er algjör draumur.
En gott að það eru til karlmenn sem bera virðingu fyrir okkur konunum að gera þetta ;)
KV. Harpa Lilja Bibbusystir

11:38 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home