The Black Donnelly´s
Mikið rosalega hljóta aðstandendur sjónvarpsseríunnar The Black Donnelly´s að vera hneykslaðir, pirraðir og reiðir. Ég er það allavega. Ég varð mér út um fyrstu seríuna af þáttunum og er óhætt að segja að þeir hafi gripið mig frá fyrstu mínútu. Þættirnir eru svona í anda Goodfellas en höfundar þáttanna eru sömu aðilar og skrifuðu myndirnar Crash og Million Dollar Baby.
Þættirnir fjalla um 4 írska bræður sem alast upp í Hells Kitchen í NY. Þeir tengjast írsku mafíunni en í byrjun eru þeir flestir nokkuð löghlýðnir. Án þess að fara of mikið í söguþráðinn þá verða atburðir til þess að þeir dragast lengra og lengra inn í undirheima New York borgar. Þættirnir höfða sérstaklega vel til mín vegna írskrar arfleiðar minnar. Ég skil vel togstreitu á milli írsku og ítölsku borgarhlutanna sem þættirnir lýsa svo vel.
En ástæða þess að við erum allir pirraðir, hneykslaðir og meira er að NBC sjónvarpsrisinn í USA ákvað að Hætta að framleiða þættina!!. Þættirnir eru 12 í allt (eða 13 með e-m special sem ég finn hvergi). Síðasti þátturinn gæti alveg verið lokaþáttur en þetta er samt alveg fáránlegt. Sérstaklega í ljósi þess að raunveruleikaþátturinn The real Wedding Crashers kom í staðinn. Einmitt það sem heimurinn þarf, annar raunveruleikaþáttur. Ég hvet samt sem áður alla til að horfa á Skjá einn eða verða sér út um þættina. Algjör snilld.