sunnudagur, ágúst 12, 2007

The Black Donnelly´s



Mikið rosalega hljóta aðstandendur sjónvarpsseríunnar The Black Donnelly´s að vera hneykslaðir, pirraðir og reiðir. Ég er það allavega. Ég varð mér út um fyrstu seríuna af þáttunum og er óhætt að segja að þeir hafi gripið mig frá fyrstu mínútu. Þættirnir eru svona í anda Goodfellas en höfundar þáttanna eru sömu aðilar og skrifuðu myndirnar Crash og Million Dollar Baby.

Þættirnir fjalla um 4 írska bræður sem alast upp í Hells Kitchen í NY. Þeir tengjast írsku mafíunni en í byrjun eru þeir flestir nokkuð löghlýðnir. Án þess að fara of mikið í söguþráðinn þá verða atburðir til þess að þeir dragast lengra og lengra inn í undirheima New York borgar. Þættirnir höfða sérstaklega vel til mín vegna írskrar arfleiðar minnar. Ég skil vel togstreitu á milli írsku og ítölsku borgarhlutanna sem þættirnir lýsa svo vel.

En ástæða þess að við erum allir pirraðir, hneykslaðir og meira er að NBC sjónvarpsrisinn í USA ákvað að Hætta að framleiða þættina!!. Þættirnir eru 12 í allt (eða 13 með e-m special sem ég finn hvergi). Síðasti þátturinn gæti alveg verið lokaþáttur en þetta er samt alveg fáránlegt. Sérstaklega í ljósi þess að raunveruleikaþátturinn The real Wedding Crashers kom í staðinn. Einmitt það sem heimurinn þarf, annar raunveruleikaþáttur. Ég hvet samt sem áður alla til að horfa á Skjá einn eða verða sér út um þættina. Algjör snilld.

laugardagur, ágúst 11, 2007

Arcade Fire

Hljómsveitin Arcade Fire frá Kanada/USA/Haiti er stórgóð alveg. Ég var svo heppinn að komast yfir tónleikadisk með þeim sem heitir Rock en Sein frá 2005. Ef þeir eru ekki eitt besta tónleikaband sem ég hef séð þá veit ég ekki hvað. Það er mikill kraftur í sveitinni og þau leggja allt í lögin.

Tónlistin er hrærigrautur ýmissa þátta en það sem gerir þetta allt sérstaklega flott er hvað Win Butler (söngvari og meðstofnandi - hinn stofnandinn er konan hans, hin ofurkrúttlega Régine Chassagne) er í raun lélegur söngvari. En þar sem þau leggja svo mikið í hvert performance þá get ég ekki sagt annað en að svona söngur er miklu flottari en e-ð Josh "svo fullkominn rödd að hárið fer í krulllur" Groban.
Gallað er glæsilegt!

Hér fyrir neðan er hægt að sjá part af þessum tónleikum frá 2005 þegar þau taka lagið Power out, sem var samið um þegar snjóstormur fór yfir Montreal árið 1998 og allt var rafmagnslaust í rúma viku. Takið eftir spilagleðinni.



Flest þau myndbönd sem er að finna af þeim Live eru frá þessum tíma. Þar sem þau eru öll svona krúttlega nördaleg. Rauðhærði gaurinn eins og Napoleon Dynamite og bróðir Wins (Þessi sem er að henda kjuðum í rauðhærða strákinn) er alveg eins og spastík.

En ég datt inn á nýleg myndbönd áðan og ég fékk bara nett sjokk. Þvílík breyting. Win Butler kominn með stílaða klippingu í uppreimdum stígvélum og með heróínbauga undir augum. Rauðærði kominn með linsur og fiðluleikarinn kominn með hár eins Farah Fawcett. Tjékkið á þessu myndband af laginu Intvervention af nýju plötunni. Svo er líka eins og það sé miklu meiri spenna á sviðinu en áður. Frægðin! hún étur börnin sín.



Bráðum fæ ég nýja Ipodinn minn sem að elskulega móðir og faðir2 keyptu handa mér í USA. Þá getur maður sko skokkað og hlustað á krúttin.