laugardagur, ágúst 11, 2007

Arcade Fire

Hljómsveitin Arcade Fire frá Kanada/USA/Haiti er stórgóð alveg. Ég var svo heppinn að komast yfir tónleikadisk með þeim sem heitir Rock en Sein frá 2005. Ef þeir eru ekki eitt besta tónleikaband sem ég hef séð þá veit ég ekki hvað. Það er mikill kraftur í sveitinni og þau leggja allt í lögin.

Tónlistin er hrærigrautur ýmissa þátta en það sem gerir þetta allt sérstaklega flott er hvað Win Butler (söngvari og meðstofnandi - hinn stofnandinn er konan hans, hin ofurkrúttlega Régine Chassagne) er í raun lélegur söngvari. En þar sem þau leggja svo mikið í hvert performance þá get ég ekki sagt annað en að svona söngur er miklu flottari en e-ð Josh "svo fullkominn rödd að hárið fer í krulllur" Groban.
Gallað er glæsilegt!

Hér fyrir neðan er hægt að sjá part af þessum tónleikum frá 2005 þegar þau taka lagið Power out, sem var samið um þegar snjóstormur fór yfir Montreal árið 1998 og allt var rafmagnslaust í rúma viku. Takið eftir spilagleðinni.



Flest þau myndbönd sem er að finna af þeim Live eru frá þessum tíma. Þar sem þau eru öll svona krúttlega nördaleg. Rauðhærði gaurinn eins og Napoleon Dynamite og bróðir Wins (Þessi sem er að henda kjuðum í rauðhærða strákinn) er alveg eins og spastík.

En ég datt inn á nýleg myndbönd áðan og ég fékk bara nett sjokk. Þvílík breyting. Win Butler kominn með stílaða klippingu í uppreimdum stígvélum og með heróínbauga undir augum. Rauðærði kominn með linsur og fiðluleikarinn kominn með hár eins Farah Fawcett. Tjékkið á þessu myndband af laginu Intvervention af nýju plötunni. Svo er líka eins og það sé miklu meiri spenna á sviðinu en áður. Frægðin! hún étur börnin sín.



Bráðum fæ ég nýja Ipodinn minn sem að elskulega móðir og faðir2 keyptu handa mér í USA. Þá getur maður sko skokkað og hlustað á krúttin.

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Skemmtilegur og áhugaverður pistill.

Thumbs up.

KT

12:32 f.h.  
Blogger Óli said...

Takk fyrir það meistari.

9:14 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Til lukku með ipodinn...slíkt er ómissandi í ræktun....það er líka ómissandi að eiga tónleika miða á Arcade fire 7 nóvember ef maður áheima í köben....ég passaði mig á því....:) Bibban segir whút

10:14 e.h.  
Blogger Óli said...

Viltu gefa mér miðann á Arcade!?? Ég er nú að verða 30!

7:02 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home