miðvikudagur, október 15, 2008

Stolið lag?

Það er gott að geta hugsað um e-ð annað en kreppu, lán, verðbólgu eða ógeðslega english bastards. Í staðinn er gaman að hugsa og skrifa um lagastuld, en það er málefni sem ég hef ætlað að skrifa um síðan í sumar.
Ég velti því fyrir mér hversu langt má ganga í að taka lag frá öðrum og setja í auglýsingar? Þegar ég hlusta á auglýsingar frá ýmsum íslenskum verslunum þá heyri ég gjarnan kunnuleg stef. Ég velti því nú fyrir mér hvort að íslenskur auglýsingagerðarmenn séu svo grófir að þeir hreinlega stela hluta úr lögum EÐA hvort að það sé leyfilegt að taka svona hluta úr lagi?

En þessar helstu auglýsingar sem ég man eftir í augnablikinu eru:

Auglýsing - Lag
Smáralind - Silent sigh með Badly Drawn Boy
Smáralind - Young folks með Björn, Benny og John.
Nova - I´ve got you babe
Hagkaup - Back in black með AC/DC
Hagkaup - Jaggidí jagg(eða hvað sem það heitir) með Magnúsi og Jóhanni
Debenhams - Everybody´s changing með Keane.

Check it out næste gang þið hlustið á reklamer.

laugardagur, október 11, 2008

Súr lesning

Ég vil hvetja alla til að lesa þessa grein og þá sérstaklega öll kommentin sem henni fylgja. Ég er hættur að horfa á enska boltann.

http://www.guardian.co.uk/commentisfree/2008/oct/10/iceland-gordonbrown?commentpage=1

miðvikudagur, október 08, 2008

Þið eigið ekkert annað skilið

Ég er orðinn svo gegnumsýrður af neikvæðum fréttum af efnahaginum að ég get varla skrifað stakt orð, en mér langar rosalega til þess. Það spilar líka inn í að svo margt er að gerast á stuttum tíma að ég veit ekki hvar ég á að byrja. Mér finnst samt tilvalið að hugsa í þessu tilviki til hans Benna handrukkara, sem gerir hlutina eftir sinni...sko sterku réttlætiskennd. Setningin sem lýsir þessu best er:

"Mig langar svo til að berja þig Ragnar, vegna þess að þú átt ekkert annað skilið".

Hann reyndi líka eins og hann gat að halda aftur af sér en allt kom fyrir ekki. Það sama á við hér. Þessi atburðarrás á ekkert annað skilið en að skrifað sé um hana.

Að mínu mati á ég erfiðast með að kyngja því hvernig þessi atburðarrás hefur farið með þjóðarstoltið. Ég held og vona að þetta eigi eftir að hafa lítil áhrif á hinn venjulega launamann eins mig og flesta sem ég þekki. En ég er mjög stoltur af því að vera íslendingur og ég hef alltaf verið stoltur af því. Ég held að flestir séu mjög stoltir af því að vera íslendingar og hafi verið það löngu áður en Reykjavík varð svona trendy á alþjóðavísu sem hot spot ferðamannastaður.
Ég á sérstaklega erfitt með að sætta mig við hversu margir þarna úti er að hugsa "Hate to say i told you so". Það hafa nefnilega svo margir sagt í gegnum tíðina að svona lítil þjóð eins og Ísland eigi ekki að geta tekið þátt í svona viðskiptaútrás. Þegar ég heyrði þetta þá kom alltaf upp þjóðargrobbið og maður hugsaði "Ísland best í heimi".

Ekki minnkaði svo þjóðarstoltið í sumar þegar að handboltalandsliðið náðu ótrúlegum hæðum á ólympíuleikum. Þá var eins og íslendingar gætu ALLT.

í dag þarf maður að lesa fyrirsagnir í blöðum sem láta okkur íslendinga líta út fyrir að vera flón og fífl. Það lítur út fyrir að græðgi og ofurbjartsýni hafi ráðið ríkjum hér og að peningastjórn ríkisins sé engin. Í 24 stundum í dag er t.a.m. fjallað um ríkisábyrgðir Íslands á erlendri grund. Hverjum datt í hug að leyfa það?

Í öllum þessum skít er gaman að sjá það sem er mikilvægt í lífinu og stendur manni næst. Ég var heima í dag með börnin mín veik og það er búið að vera mikið stuð. Matthildur á sem sagt systur sem heitir Stína. Hún er mjög oft óþekk og Matthildur þarf að reka hana inn í herbergi. Hmmm. Svo vorum við í hlutverkaleik áðan og þá sagði hún mér að hún væri ólétt af stelpu sem heitir Sýra.
Það er engin kreppa.

sunnudagur, október 05, 2008

Af hverju er KR svona sjúklega óþolandi fyrirbæri?

Í gær varð KR bikarmeistari í knattspyrnukarla í 11. skipti, en þetta var í 87. árið í röð sem KR vinnur allavega einn titil á tímabili. Þetta er að sjálfsögðu met sem verður seint slegið. Sum metin eru skráð hjá KSÍ en önnur ekki. T.d. flestir áhorfendur að meðaltali á leik er titill sem stuðningsmenn KR eru hvað stoltastir af. Mesta stórveldi íslenskrar knattspyrnu er titill sem aðeins KR getur unnið, því þeir einir gera tilkall. Flestir starfsmenn Landsbankans í einu liði er enn einn titill sem þeir hafa unnið ár eftir ár og að lokum eiga þeir áskrift að titilinum Metnaðurumframgeta hjá einu liði.
Það sem fer mest í taugarnar á mér við KR er þetta mont í öllum sem viðkoma félaginu. Mér fannst myndin Strákarnir okkar lýsa þessu mjög vel þegar aðalpersónan kom út úr skápnum og framkvæmdarstjórinn sagði "Þú verður að hætta, það eru engir hommar í stórveldinu!" Þess vegna held ég með Fram og þess vegna vonaði ég að Fjölnir myndi vinna í gær. Vegna þess að ég er viss um að hommar eru velkomnir í bæði þessi lið.