Kominn tími á blogg?
Já ég held það!
Það eru ár og dagar síðan ég bloggaði síðast, lesist sem eitt stykki mánuður. Það hefur margt gerst á þessum tíma. Ég kláraði prófin og nokkuð erfiða verkefnatörn. Það gekk allt vel og nú er í raun aðeins eftir ritgerðin í haust. Í kjölfarið hélt ég upp á afmælið mitt, sem mér fannst vera mjög gaman. Það var nóg af góðu fólki og nóg af góðum áfengum drykkjum. Takk allir fyrir komuna, gjafirnar og stuðið. Svo eignuðust Kiddi og Guðrún litla telpu sem fékk nafnið Katla Kristín, fallegt nafn.
Helstu fréttirnar héðan af Hagamelnum eru samt sem áður þær að við erum hætt við flutninga til Keflavíkur. Jebb that´s right. Það er kannski of löng saga að fara út í hér en það stóð ekki steinn yfir steini varðandi öllu því sem okkur var lofað. Þannig að við sáum okkur ekki annað fært en að hætta við á síðustu stundu, sérstaklega þar sem að allt var svikið á SÍÐUSTU STUNDU. Við erum í frekar erfiðari stöðu þessa stundina. Ég er eiginlega atvinnulaus og það er ekki hlaupið að því að fá sæmilega borgaða atvinnu þegar maður er ekki kominn með gráðuna. Leigjandinn okkar er þegar búinn að segja upp sinni íbúð og er nú staddur lengst í útlöndum, fjarri öllu netsambandi. Við sögðum upp plássinu hennar Möttu á leikskólanum en vorum svo heppin að við missum það ekki. En það munaði aðeins nokkrum dögum að það hefði gerst.
Þetta er bara allt hið leiðinlegasta mál en við lítum bara á málið þannig að þetta hafi verið signal um að við ættum ekki að fara. Svo vill maður auðvitað ekkert vinna hjá fólki sem stundar svona vinnubrögð. Þannig að you are stuck with us, boys and girls.