Hjúkkitt
Fyrsti vinnudagur eftir frí var í dag. Hann byrjaði mjög vel þar sem að mér var boðið á jólahlaðborð á Vox. Ég hafði aldrei farið þangað að borða áður og ég get sagt að maturinn var hreint út sagt frábær. Hvet alla sem ætla á annað borð að fara á jólahlaðborð að prófa þetta.
En ég held áfram að gera gloríur hægri vinstri. Málið var að um daginn var ákveðið að börnin í vinnunni myndu gefa foreldrum sínum skrifaðan disk í jólagjöf með öllum ljósmyndum frá haustinu. Ég var í fríi þegar þetta kom upp en allar myndirnar voru í tölvunni minni. Ég setti þær því allar á disk og kom þeim upp í vinnu. Þetta gerðist fyrir nokkrum dögum síðan.
Í dag þegar ég mætti í vinnunna þá sá ég hvernig börnin voru búin að pakka fallega inn öllum pökkunum. Ég fór þá að hugsa. hmmmmmmmm. Vinnumyndavélin er oft heima hjá okkur þar sem að ég sá um að setja myndir á heimasíðuna á meðan ég var í fríi. Oft hefur maður gripið í hana til að taka myndir úr heimilislífinu og annað slíkt. Ég hendi þessu svo öllu saman inn í tölvuna í möppu sem heitir "vinnumyndir haust 2007".
Nú fór ég að hugsa. Ég var ekkert að fara í gegnum þessar myndir áður en ég skellti þeim á diskinn. Maður var á fullu í prófum og hugsaði auðvitað ekki heila hugsun. Gæti mögulega verið að á fallega myndadisknum sem opnaður verður á jólunum, leynist myndir af mér berum að ofan á sunnudagsmorgni eða berrössuðum í baði með börnunum????
Ég vildi ekki hugsa þessa hugsun til enda og keyrði eins og brjálæðingur heim til að fara yfir myndirnar í tölvunni. Sem betur fer verða engar svæsnar myndir í jólapakkanum í ár. Og ég fæ sennilega að halda vinnunni. Allavega þangað til kemur að næstu gloríu.
4 Comments:
Hehe, það hefði nú verið frekar fyndið;)
Hehe get ekki annad en hlegid. Nojjj en hvad thad hefdi verid gód jólagjøf!:)
Fyndið, já sennilega svona eftir á. Eftir 50 ár eða svo.
ray ban glasses
ugg outlet
ugg australia
basketball shoes
uggs outlet
mbt outlet
fitflops
nike air max pas cher
polo ralph lauren
air jordan pas cher
201612.23wengdongdong
Skrifa ummæli
<< Home