28. desember 1977
Þá er hann kominn. Þessi 28. desember 2007. Dagurinn sem ég varð að manni...30 ára gamalmanni. Ég varð ekki var við neinar sérstakar breytingar þegar ég vaknaði, ég vaknaði ekki hvíthærður eins og gaurinn í Twin peaks lenti í. Hann átti reyndar ekkert stórafmæli, hann var bara þjakaður af samviskubiti.
En það er ég nú ekki. Ég hef ekki gert neitt svo slæmt af mér í gegnum tíðina að ég þurfi að vakna með samviskubit. Nema kannski þegar ég fór að heiman þegar ég var 5 ára og ætlaði að flytja til ömmu. Og þegar ég og strákarnir fundum ólæstan bíl og migum í framsætin á honum. Ég held að það sé versti hrekkur sem ég hef tekið þátt í. En þá var ég nú ungur og sætur. og vitlaus.
Í janúar ætla ég svo að halda upp á þetta allt saman með heljarinnar partý. Valgerður mín var nú búinn að undirbúa svaka surprise partý en það datt upp fyrir á síðustu stundu. Ég vil nú þakka þér Vala mín fyrir að standa í þessu og öllum sem hjálpuðu við að undirbúa það. Í staðinn ætlum við að fara út að borða í kvöld og hafa það huggulegt.
En hvað hefur maður svo lært á öllum þessum árum?
Til dæmis:
* Fjölskyldan skiptir mestu máli. Það er ómetanlegt að hafa fólk í kringum sig sem þykir vænt um mann og hugsar með hlýhug til manns.
* Það er betra að fara hægt yfir og gera það vel en að fara hratt yfir og gera það illa.
* Menntun er ekki allt, þó að hún sé alltaf góð. Það sem skiptir mestu máli er karakter og að toppstykkið sé í lagi. Ég held að menntun opni hurðir en svo er það undir manni sjálfum komið hvert framhaldið verður.
* Aldur er afstæður.
* Það er ömurlegt að gera lítið úr fólki eða láta því líða illa. Að berjast við lítið sjálfsálit eða sjálfstraust er fólki mjög hamlandi í lífinu.
* Og það mikilvægasta af öllu...maður skapar sína eigin lukku. Það skiptir ekki máli hvort að maður sé andlega veikur eða alinn upp við fátækt, það er alltaf hægt að velja sér hvaða stefna er tekinn. Vissulega hafa allir sínar takmarkanir en það um að gera að gera sem mest úr því sem maður á.
Ég vona að allir eigi góðan dag og ég bið að heilsa öllum.
Gleðileg jól og farsælt komandi ár.
9 Comments:
Til hamingju með daginn! Og árin öll.. :) megi þau verða margfalt fleiri!
Kv Helga Dröfn og Lalli
Var að reyna að komast inn á síðu systkinanna. Er hún hætt, eða flutt?
Til hamingju með daginn! velkomin á fertugsaldurinn
Kveðja ein á fertugsaldrinum
(Ösp)
Til lukku með daginn!
Bestu kveðjur af skaganum
Jóhanna, Ingþór og co
Innilega til hamningju með daginn og gleðilegt nýtt ár! Sjáumst hressir á næsta ári, verður magnað ár ;)
Bestu kveðjur
Haukur ,Íris og gengi
óli rúsínustrákur, ég reyndi að hringja nokkrum sinnum síðan 28. en enginn svaraði. ég mundi eftir afmælisdeginum þínum, en ég á engin sönnunargögn. TIL HAMINGJU! klapp klapp! :*
til hamingju með 30 árin! :)
Til hamingju með afmælið Óli, takk fyrir síðast, gleðileg jólin og farsælt komandi ár. Hvernig var lakkríssinnepið?
Kv,
Nína
Til hamingju med áfangann!
Tølvan mín vildi ekki leyfa mér ad kommenta:(
Gledilegt nýtt ár litla fjølskylda!
Takk fyrir kveðjurnar öll sömul.
Skrifa ummæli
<< Home