Til hamingju Garðar og Sara
Í gær héldu Garðar og Sara upp á brúðkaupið sitt. Það vissu reynar fáir um giftinguna og allir sem mættu heim til þeirra voru að samfagna Söru með Bachelors gráðuna hennar í lögfræði. Þegar gestir gengu inn þá hékk þar brúðkaupsvottorð á veggnum. Þetta var mjög flott leið til að fagna svona viðburði og bara til fyrirmyndar. Innilega til hamingju með þetta, kæru vinir.
Áður en ég kom til þeirra þá höfðu Magnús og Salvör, móðir Völu, boðið okkur Völu, Nínu og Skúla í leikhús í tilefni af fimmtugsafmæli hennar. Við fórum í Þjóðleikhúsið á Hamskipti eftir Kafka. Þetta er leikritið sem að Nick Cave samdi tónlistina við. Þetta var mjög flott leikrit og tónlistin skemmdi ekki fyrir, sérstaklega var magnað að sjá Gísla Örn í hlutverki sínu sem risavaxin bjalla. Hann hengur í loftinu nánast allt leikritið sem varir í tæpan einn og hálfan tíma.
Þetta kvöld var nokkuð gott fyrir utan kuldan sem var svaðalegur.
Það er vetur nú!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home